„Gefur þeim svakalega mikið“ að hafa kveðið Kópavogsgrýlu í kútinn Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 15:31 Eyjakonur hafa unnið KR og Breiðablik og eru með sjö stig eftir fyrstu fimm leiki sína. vísir/vilhelm Margrét Lára Viðarsdóttir segir sitt gamla lið ÍBV hafa sýnt mikið meiri stöðugleika í upphafi leiktíðar heldur en síðustu ár. Eyjakonur unnu frækinn 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Kópavogi í gær eftir að hafa skíttapað þar 7-2, 8-0 og 9-2 síðustu þrjú ár. Bikarmeistarar Breiðabliks ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þurfa nú enn frekar á sigri að halda í stórleiknum gegn Val á þriðjudag eftir að hafa þegar tapað gegn Keflavík og ÍBV. „Það má ekkert mikið meira út af bregða þó það sé skrýtið að segja það í 5. eða 6. umferð,“ sagði Margrét Lára í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport áður en hún byrjaði að hrósa liði ÍBV: „Það verður ekkert tekið af Eyjaliðinu. Stórkostleg barátta, mjög þéttar, og ég er mjög glöð að sjá þetta Eyjalið í upphafi móts. Þær eru stöðugri en oft áður. Við höfum oft séð þær tapa stórt í upphafi móts, svo ná þær einhverjum ofurkröftum og vinna óvæntan sigur. Það er mikið meiri stöðugleiki yfir þessu. Þær eru inni í öllum leikjum,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Bestu mörkin - Sigur ÍBV á Breiðabliki Þær Lilja Dögg Valþórsdóttir hrósuðu Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, sem byrjar vel á sinni fyrstu leiktíð með Eyjakonur. „Þetta gefur þeim svakalega mikið, að fara heim af Kópavogsvelli með þrjú stig, því þeim hefur nú ekki gengið vel þar undanfarin ár. Ég veit að það hefur verið ákveðin „Grýla“ fyrir Eyjaliðið að fara á Kópavogsvöll en þetta gefur liðinu mikið, og Jonathan Glenn mikið sjálfstraust. Hann er að gera virkilega góða hluti með þetta lið,“ sagði Margrét og Lilja bætti við: „Hann er búinn að sjá það hvar Breiðablik skorar sín mörk og hvernig, og þær [Blikakonur] náðu ekki að komast upp í þessar „rennur“ eins og þær hafa verið að gera og fá sínar fyrirgjafir. Hann var búinn að loka fyrir þetta og þær fóru algjörlega eftir því.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Bikarmeistarar Breiðabliks ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og þurfa nú enn frekar á sigri að halda í stórleiknum gegn Val á þriðjudag eftir að hafa þegar tapað gegn Keflavík og ÍBV. „Það má ekkert mikið meira út af bregða þó það sé skrýtið að segja það í 5. eða 6. umferð,“ sagði Margrét Lára í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport áður en hún byrjaði að hrósa liði ÍBV: „Það verður ekkert tekið af Eyjaliðinu. Stórkostleg barátta, mjög þéttar, og ég er mjög glöð að sjá þetta Eyjalið í upphafi móts. Þær eru stöðugri en oft áður. Við höfum oft séð þær tapa stórt í upphafi móts, svo ná þær einhverjum ofurkröftum og vinna óvæntan sigur. Það er mikið meiri stöðugleiki yfir þessu. Þær eru inni í öllum leikjum,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Bestu mörkin - Sigur ÍBV á Breiðabliki Þær Lilja Dögg Valþórsdóttir hrósuðu Jonathan Glenn, þjálfara ÍBV, sem byrjar vel á sinni fyrstu leiktíð með Eyjakonur. „Þetta gefur þeim svakalega mikið, að fara heim af Kópavogsvelli með þrjú stig, því þeim hefur nú ekki gengið vel þar undanfarin ár. Ég veit að það hefur verið ákveðin „Grýla“ fyrir Eyjaliðið að fara á Kópavogsvöll en þetta gefur liðinu mikið, og Jonathan Glenn mikið sjálfstraust. Hann er að gera virkilega góða hluti með þetta lið,“ sagði Margrét og Lilja bætti við: „Hann er búinn að sjá það hvar Breiðablik skorar sín mörk og hvernig, og þær [Blikakonur] náðu ekki að komast upp í þessar „rennur“ eins og þær hafa verið að gera og fá sínar fyrirgjafir. Hann var búinn að loka fyrir þetta og þær fóru algjörlega eftir því.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira