Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 22:56 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar.
Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira