Fjölskylda ráðherra vill byggja á svæði sem aðrir fengu ekki að byggja á Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 22:56 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einkahlutafélag sem stofnað var af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra og eiginkonu hans hefur fest kaup á einbýlishúsi og 3,2 hektara lóð í Garðabæ. Jón gekk úr eigendahóp félagsins daginn fyrir kaupin. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Einkahlutafélagið Hraunprýði byggingar ehf. var stofnað í mars á þessu ári af Jóni Gunnarssyni og Margréti Höllu Ragnarsdóttur, en til að byrja með áttu þau hvort um sig helmings hlut í félaginu. Í lok apríl festi félagið kaup á lóð og einbýlishúsi við Hrauntungu í Garðabæ á 300 milljónir króna. Daginn fyrir kaupinn hafði Jón farið úr eigendahóp félagsins. Jón er þó enn tengdur Hraunprýði byggingar ehf. þar sem eiginkona hans á 26 prósenta hlut í félaginu. Þá er sonur hans, Gunnar Bergmann Jónsson varamaður í stjórn félagsins og eiginkona Gunnars, Halla Hallgeirsdóttir, aðalmaður í stjórn. Loforð um áframhaldandi skógrækt Lóðin var áður eign Dalsnes ehf. sem er í eigu Ólafs Björnssonar. Þegar hann eignaðist lóðina hafði hann hugsað með sér að byggja á svæðinu en fékk ekki leyfi frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Ólafur hefur reynt að fá áform sín samþykkt í mörg ár, nú síðast árið 2020, en alltaf án árangurs. Hjálmar Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, byggði upp skógrækt á svæðinu á árum áður og vilja bæjaryfirvöld ekki svíkja þau loforð sem Hjálmari voru gefin. Hvorugur kannast við breytingar Hraunprýði byggingar ehf. stefnir á að byggja 30-40 hús á svæðinu og þar sem ekki hefur áður fengist leyfi fyrir framkvæmdunum eru kaupin kölluð „300 milljóna veðmál“ í umfjöllun Stundarinnar. Stundin ræddi bæði við Gunnar Einarsson, fráfarandi bæjarstjóra í Garðabæ, og Almar Guðmundsson sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um seinustu helgi. Hvorugur kannast við það að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað á skipulagi svæðisins. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar.
Garðabær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Sjá meira