Þegar allt gengur á afturfótunum og ekkert gengur upp Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. maí 2022 07:01 Auðvitað eigum við öll okkar misjöfnu daga, en ef okkur finnst hreinlega allt vera að ganga á afturfótunum og ekkert vera að ganga upp eins og við vildum, er það besta sem við gerum að velta fyrir okkur: Hvernig er ég að hugsa? Því það er jafn auðvelt að manifesta neikvæða útkomu og jákvæða útkomu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að leyfa neikvæðni ekki að stýra ferðinni. Vísir/Getty Varstu að sækja um draumastarfið og fékkst það ekki? Hefur þú verið að vonast eftir launahækkun í dágóðan tíma en ekkert gerist? Eru samskiptin við suma vinnufélagana ömurleg? Málið er að ef þér finnst eins og allt gangi á afturfótunum eða ekki að ganga upp eins og þú vildir, er það fyrsta sem við þurfum að gera - og það mest áríðandi -að velta því fyrir okkur: Hvernig er ég að hugsa? Því rétt eins og það er sagt að við getum manifestað draumana okkar og markmið með jákvæðum hugsunum (sem efla sjálfsöryggið okkar, útgeislun og almenna bjartsýni), gildir það sama um neikvæðar hugsanir: Við getum verið að manifesta það fyrir slysni að skemma fyrir okkur sjálfum á hverjum degi! En hér eru þrjú ráð sem geta hjálpað 1. Að vera á vaktinni og snúa vörn í sókn Fyrsta atriðið er að átta okkur á því hvenær neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum. Ef við erum til dæmis að sækja um draumastarfið okkar, verðum við að hafa trú á því að við getum fengið það starf (ekki að hugsa: „Ég ætla að sækja um, en ég fæ verð örugglega ekki ráðin/n“). Þetta gæti virkað mjög auðvelt en hið rétta er að oft tekur smá tíma að átta sig á því að neikvæðar hugsanir eru að læðast að okkur mörgum sinnum á dag. Ágætis ráð er að þegar okkur finnst eitthvað ekki vera að ganga upp eða erum óánægð með eitthvað, er tilvalið að velta fyrir okkur: Hvernig var ég að hugsa þetta yfir höfuð? Var það á jákvæðu nótunum eða neikvæðum nótum? Og snúa þannig vörn í sókn, sækja í jákvæðar hugsanir því þær neikvæðar gera okkur hreinlega ekkert gagn. 2. Ekki dæma þig Þegar að þetta átak hjá okkur byrjar, munum við átta okkur á því að oft á dag erum við líkleg til að falla í neikvæðar hugsanir. Enda styðja ýmsar rannsóknir við það að manninum er það yfir höfuð tamara af margvíslegum ástæðum en hitt. Þannig að verkefnið okkar felst annars vegar í að umbreyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar hugsanir en hins vegar í því að fara ekki að dæma okkur sjálf og gagnrýna fyrir að hafa verið að hugsa neikvætt! 3. Finndu leiðina sem virkar fyrir þig Loks er það að finna bestu leiðina til að virkja hugann í jákvæðum hugsunum. Þessi leið getur verið afar mismunandi hjá fólki. Til dæmis virkar það fyrir suma að fara með möntru á hverjum degi, að hugleiða, leita í trúnna, setja sér jákvætt markmið fyrir daginn, skrifa í dagbók, finna leið hjá ráðgjafa/í þjálfun, gúggla og lesa góð ráð á netinu, virkja sig í þakklæti og fleira. Og viti menn: Áður en þú veist af fara hlutirnir að ganga betur, hvort heldur sem er markmið, verkefni eða samskipti við annað fólk. Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Málið er að ef þér finnst eins og allt gangi á afturfótunum eða ekki að ganga upp eins og þú vildir, er það fyrsta sem við þurfum að gera - og það mest áríðandi -að velta því fyrir okkur: Hvernig er ég að hugsa? Því rétt eins og það er sagt að við getum manifestað draumana okkar og markmið með jákvæðum hugsunum (sem efla sjálfsöryggið okkar, útgeislun og almenna bjartsýni), gildir það sama um neikvæðar hugsanir: Við getum verið að manifesta það fyrir slysni að skemma fyrir okkur sjálfum á hverjum degi! En hér eru þrjú ráð sem geta hjálpað 1. Að vera á vaktinni og snúa vörn í sókn Fyrsta atriðið er að átta okkur á því hvenær neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum. Ef við erum til dæmis að sækja um draumastarfið okkar, verðum við að hafa trú á því að við getum fengið það starf (ekki að hugsa: „Ég ætla að sækja um, en ég fæ verð örugglega ekki ráðin/n“). Þetta gæti virkað mjög auðvelt en hið rétta er að oft tekur smá tíma að átta sig á því að neikvæðar hugsanir eru að læðast að okkur mörgum sinnum á dag. Ágætis ráð er að þegar okkur finnst eitthvað ekki vera að ganga upp eða erum óánægð með eitthvað, er tilvalið að velta fyrir okkur: Hvernig var ég að hugsa þetta yfir höfuð? Var það á jákvæðu nótunum eða neikvæðum nótum? Og snúa þannig vörn í sókn, sækja í jákvæðar hugsanir því þær neikvæðar gera okkur hreinlega ekkert gagn. 2. Ekki dæma þig Þegar að þetta átak hjá okkur byrjar, munum við átta okkur á því að oft á dag erum við líkleg til að falla í neikvæðar hugsanir. Enda styðja ýmsar rannsóknir við það að manninum er það yfir höfuð tamara af margvíslegum ástæðum en hitt. Þannig að verkefnið okkar felst annars vegar í að umbreyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar hugsanir en hins vegar í því að fara ekki að dæma okkur sjálf og gagnrýna fyrir að hafa verið að hugsa neikvætt! 3. Finndu leiðina sem virkar fyrir þig Loks er það að finna bestu leiðina til að virkja hugann í jákvæðum hugsunum. Þessi leið getur verið afar mismunandi hjá fólki. Til dæmis virkar það fyrir suma að fara með möntru á hverjum degi, að hugleiða, leita í trúnna, setja sér jákvætt markmið fyrir daginn, skrifa í dagbók, finna leið hjá ráðgjafa/í þjálfun, gúggla og lesa góð ráð á netinu, virkja sig í þakklæti og fleira. Og viti menn: Áður en þú veist af fara hlutirnir að ganga betur, hvort heldur sem er markmið, verkefni eða samskipti við annað fólk.
Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
Bráðsmitandi skap stjórnenda og góð ráð Gott skap smitar. Vont skap smitar. En fátt er þó meira smitandi á vinnustaðnum en skap stjórnandans. 29. apríl 2022 07:00
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32