Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 11:40 Herjólfur í Landeyjahöfn. Skipstjórinn stýrði ferjunni í sjö ferðum í desember 2021 og janúar 2022 án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi. Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Brotin framdi maðurinn í desember í fyrra og janúar á þessu ári, alls í sjö skipti. Atvinnuréttindi hans höfðu runnið út skömmu fyrir jól en hann hélt áfram að sigla ferjunni sem yfirskipstjóri þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Á meðan hann var réttindalaus skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarkerfi sem Samgöngustofa rekur. Þeir sem hann skráði vissu ekki af því og þrír af fjórum voru ekki í áhöfninni í ferðunum sem skipstjórinn sigldi án réttinda. Í einu tilfelli skráði hann yfirstýrimann sem var við störf í skipinu sem skipstjóra. Skipstjórinn var sendur í leyfi en samið var um starfslok hans í síðasta mánuði. Fjórir starfsmenn Herjólfs höfðu þá sagt upp vegna málsins. Tekið tillit til neikvæðra áhrif á líf hans Fyrir dómi gekkst maðurinn skýlaust við brotunum sem honum voru gefin að sök. Sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hefði misst vinnuna vegna þeirra. Verjandi óskaði eftir að refsing hans yrði bundin við skilorð. Héraðsdómur féllst á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn í tvö ár með vísan til þess að hann hefði játað brot sitt og hann hefði ekki sætt refsingu áður. Við ákvörðun refsingar var litið til iðrunar manns og að hann hefði verið samvinnufús auk þess sem háttsemi hans hefði haft veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Brotin hefði þó verið alvarleg og náð yfir þónokkurra daga tímabil og nokkrar ferðir á farþegaskipi.
Herjólfur Skipaflutningar Vestmannaeyjar Dómsmál Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24 „Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00 Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Sjá meira
Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi. 21. apríl 2022 22:24
„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. 30. janúar 2022 15:00
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17