Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 21:49 Einar segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna að svo stöddu. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda saman á morgun. Vísir/Vilhelm Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji. „Þetta var fjölmennur fundur Framsóknarfólks í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu mála í borginni og þá stöðu sem upp er komin í óformlegum meirihlutaviðræðum. Þar voru skiptar skoðanir í umræðum en mikil bjartsýni varðandi framhaldið,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Fundurinn hófst um klukkan sjö í kvöld og honum lauk um klukkan hálf tíu. Einar segir fundinn hafa verið ætlaðan til upplýsingar og samræðu við grasrót flokksins, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda á morgun um næstu skref. Bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur lýst yfir áhuga á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. Aðspurður hvort það sé næsta skref, segir Einar: „Eftir þennan fund stendur það eftir að oddviti og borgarfulltrúar hafa skýrt umboð til þess að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa.“ Þær viðræður sem þið kjósið, eru það viðræður við bandalagið? „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Þetta var fjölmennur fundur Framsóknarfólks í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu mála í borginni og þá stöðu sem upp er komin í óformlegum meirihlutaviðræðum. Þar voru skiptar skoðanir í umræðum en mikil bjartsýni varðandi framhaldið,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Fundurinn hófst um klukkan sjö í kvöld og honum lauk um klukkan hálf tíu. Einar segir fundinn hafa verið ætlaðan til upplýsingar og samræðu við grasrót flokksins, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Borgarstjórnarflokkur Framsóknar muni funda á morgun um næstu skref. Bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hefur lýst yfir áhuga á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. Aðspurður hvort það sé næsta skref, segir Einar: „Eftir þennan fund stendur það eftir að oddviti og borgarfulltrúar hafa skýrt umboð til þess að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa.“ Þær viðræður sem þið kjósið, eru það viðræður við bandalagið? „Við höfum ekki tekið ákvörðun um það,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27 Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56 Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Segir Hildi að líta í eigin barm Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum. 23. maí 2022 19:27
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23. maí 2022 15:56
Vilja hefja formlegar viðræður við Framsókn í Reykjavík Viðreisn, Samfylkingin og Píratar hafa áhuga á því að fara í formlegar viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Oddviti Viðreisnar segir að einhugur ríki um það meðal flokkanna þriggja. Framsókn væri ekki að ganga inn í gamla meirihlutann, sem féll, heldur væri um nýtt upphaf að ræða. 22. maí 2022 13:52