Fá 220 milljónir til að efla netöryggi hjá erlendum fyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 10:22 Nanitor stefnir rakleitt í frekari útrás. Aðsend Íslenska netöryggisfyrirtækið Nanitor hefur tryggt sér 220 milljóna króna fjármögnun frá Brunni með þátttöku einkafjárfesta. Stendur til að nýta fjármagnið til stækkunar á erlendum mörkuðum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma. Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma.
Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira