Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 15:26 Séra Davíð Þór segir að í helvíti sé staður fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur og er hann þar að vísa til áforma ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að vísa úr landi um þrjú hundruð manns sem hingað hafa leitað undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
„Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira