Íslendingalið Kielce pólskur meistari eftir vítakastkeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 19:24 Kielce er pólskur meistari í handbolta. DAX Images/NurPhoto via Getty Images Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar. Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022 Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022
Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti