Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 22:31 Jürgen Klopp var valinn þjálfari ársins á Englandi. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira