Guðmundur Ingi óánægður með Jón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 22:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er ánægður með Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira