Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2022 11:16 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir kirkjuna taka yfirlýsingu Séra Davíðs Þórs mjög alvarlega. Vísir Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. Fram kemur í yfirlýsingu frá biskupi Íslands að biskup hafi gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi. Prestum Þjóðkirkjunnar beri hins vegar að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. „Í ljósi þessa hefur biskup Íslands veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups. Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í gær í samtali við mbl.is að yfirlýsing séra Davíðs um að flokksmenn Vinstri grænna eigi helvítisvist vísa stangist á við siðareglur presta. Agnes segir í samtali við fréttastofu í dag að málið sé litið mjög alvarlegum augum af Þjóðkirkjunni. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni og hafa reynst afar umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Svo virðist þó sem ekki allir ráðherrar séu sáttir með brottvísanirnar og hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sagst óánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi. Guðmundur Ingi sagðist í gær hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina á ríkisstjórnarfundi í gær. Kennir ríkisstjórnina við fasisma og hótar henni helvítisvist Yfirlýsing Séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. „Samt á að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað.“ Hann sagði að til þess að bíta höfuðið af skömminni sé málsvörn VG fólgin í „innihaldslausu froðusnakki“ um „heildstæða stefnumótun í málaflokkum“ og segir hann stjórnvöld hafa vænt formann Rauða krossins um lygar þegar hún hafi lýst ástandinu á Grikklandi. „Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ skrifaði Davíð. „Núna er þetta hatursorðræða sem fólk vill taka alvarlega“ Einhverjir hafa gagnrýnt Davíð Þór fyrir ummæli hans, meðal annars Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“ Af athugasemdum við færslu Björns Inga að dæma eru fleiri sama sinnis. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna fordæmdi sömuleiðis í gær yfirlýsingu Davíðs Þórs og sakaði hann um að ala á hatursorðræðu. „Með þessum ummælum er verið að ala á hatursorðræðu í samfélaginu sem er eitt stærsta mein okkar samtíma. Það er grafalvarlegt að Þjóðkirkjan taki þátt í slíku,“ sagði Orri Páll í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Orri Páll hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín vegna málsins og gagnrýndi Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, Orra meðal annarra á Twitter. Lenya hefur verið ötull talsmaður gegn hatursorðræðu, þar á meðal á þinginu. Ja núna er þetta hatursorðræða sem fólk vill taka alvarlega 🙃🙃 pic.twitter.com/olSjJM4Ury— Lenya Rún (@Lenyarun) May 24, 2022 Ég túlka lögin þannig að þessi ummæli falla ekki þar undir, hins vegar eru fullt af ummælum sem hafa verið beind að fólki sem eru múslimar, brúnir, svartir o.s.frv sem hafa ekki verið túlkuð þeim brotaþolum í hag. Þetta er kalt lagalegt mat, ekki pólitískt. Rétt skal vera rétt. pic.twitter.com/YCMe6UOikO— Lenya Rún (@Lenyarun) May 24, 2022 Fjöldi fólks hefur lýst yfir stuðningi við Davíð Þór, meðal annars á Facebook, þar sem finna má tugi færslna sem hann hefur verið merktur í á Facebook-síðu hans. Davíð skrifaði þá á Facebook að hann hafi verið að vísa í orð til dæmis Madeleine Albright og Martin Luther King þegar hann sagði sérstakan stað í helvíti fyrir valdafólk. Ekki náðist í Davíð Þór við vinnslu fréttarinnar. Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu frá biskupi Íslands að biskup hafi gagnrýnt áform íslenskra yfirvalda um fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir hælisleitenda sem fest hafa rætur hér á landi. Prestum Þjóðkirkjunnar beri hins vegar að haga málflutningi sínum málefnalega og meiða ekki með orðum. „Í ljósi þessa hefur biskup Íslands veitt sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi sínum 24. maí sl. Málinu telst lokið af hálfu biskups. Eftir stendur sem meira máli skiptir ákall biskups Íslands um mannúð og mildi þegar kemur að málefnum hælisleitenda,“ segir í yfirlýsingunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í gær í samtali við mbl.is að yfirlýsing séra Davíðs um að flokksmenn Vinstri grænna eigi helvítisvist vísa stangist á við siðareglur presta. Agnes segir í samtali við fréttastofu í dag að málið sé litið mjög alvarlegum augum af Þjóðkirkjunni. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni og hafa reynst afar umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Svo virðist þó sem ekki allir ráðherrar séu sáttir með brottvísanirnar og hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sagst óánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi. Guðmundur Ingi sagðist í gær hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina á ríkisstjórnarfundi í gær. Kennir ríkisstjórnina við fasisma og hótar henni helvítisvist Yfirlýsing Séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. „Samt á að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað.“ Hann sagði að til þess að bíta höfuðið af skömminni sé málsvörn VG fólgin í „innihaldslausu froðusnakki“ um „heildstæða stefnumótun í málaflokkum“ og segir hann stjórnvöld hafa vænt formann Rauða krossins um lygar þegar hún hafi lýst ástandinu á Grikklandi. „Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ skrifaði Davíð. „Núna er þetta hatursorðræða sem fólk vill taka alvarlega“ Einhverjir hafa gagnrýnt Davíð Þór fyrir ummæli hans, meðal annars Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“ Af athugasemdum við færslu Björns Inga að dæma eru fleiri sama sinnis. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna fordæmdi sömuleiðis í gær yfirlýsingu Davíðs Þórs og sakaði hann um að ala á hatursorðræðu. „Með þessum ummælum er verið að ala á hatursorðræðu í samfélaginu sem er eitt stærsta mein okkar samtíma. Það er grafalvarlegt að Þjóðkirkjan taki þátt í slíku,“ sagði Orri Páll í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær. Orri Páll hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín vegna málsins og gagnrýndi Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, Orra meðal annarra á Twitter. Lenya hefur verið ötull talsmaður gegn hatursorðræðu, þar á meðal á þinginu. Ja núna er þetta hatursorðræða sem fólk vill taka alvarlega 🙃🙃 pic.twitter.com/olSjJM4Ury— Lenya Rún (@Lenyarun) May 24, 2022 Ég túlka lögin þannig að þessi ummæli falla ekki þar undir, hins vegar eru fullt af ummælum sem hafa verið beind að fólki sem eru múslimar, brúnir, svartir o.s.frv sem hafa ekki verið túlkuð þeim brotaþolum í hag. Þetta er kalt lagalegt mat, ekki pólitískt. Rétt skal vera rétt. pic.twitter.com/YCMe6UOikO— Lenya Rún (@Lenyarun) May 24, 2022 Fjöldi fólks hefur lýst yfir stuðningi við Davíð Þór, meðal annars á Facebook, þar sem finna má tugi færslna sem hann hefur verið merktur í á Facebook-síðu hans. Davíð skrifaði þá á Facebook að hann hafi verið að vísa í orð til dæmis Madeleine Albright og Martin Luther King þegar hann sagði sérstakan stað í helvíti fyrir valdafólk. Ekki náðist í Davíð Þór við vinnslu fréttarinnar.
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35 Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48 Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Hætt við að senda barnshafandi konu úr landi Barnshafandi konu sem var í þeim hópi hælisleitenda sem til stendur að senda úr landi á næstunni hefur nú verið forðað frá brottvísun. 25. maí 2022 07:35
Guðmundur Ingi óánægður með Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. 24. maí 2022 22:48
Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. 24. maí 2022 21:00
„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19