„Ég er aðeins að verða gráðug núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:45 Harpa Þorsteinsdóttir hrósar hér Örnu Sig fyrir frammistöðu sína í sigurleiknum á Breiðabliki í gær. S2 Sport Miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir tryggði Valskonum 1-0 sigur á Breiðabliki í stórleik Bestu deildar kvenna í gærkvöldi en Arna var síðan gestur í Bestu mörkunum eftir leikinn. Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Arna Sif er nú búin að skora þrjú mörk í sex fyrstu leikjunum og hefur einnig farið fyrir Valsvörninni sem hefur haldið fjórum sinnum hreinu í fyrstu sex umferðunum. „Ég vil byrja á því að hrósa Örnu Sif fyrir frábæra frammistöðu í dag. Mér finnst merkilegt að þó hún hafi skorað þetta sigurmark þá má ekki gleyma því að hún hreinsaði í burtu einhverjar áttatíu hornspyrnur. Hún var ekki bara að skora heldur var hún líka að eiga virkilega góðan leik í hjarta varnarinnar eins og hún er búin að eiga ítrekað í sumar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Arna Sif Ásgrímsdóttir skorar hér sigurmarkið í leiknum í gær.Vísir/Pawel Arna Sif spilaði með Valsliðinu fyrir fyrir fimm árum en fór síðan aftur heim til Þór/KA sumarið 2018. Hún snéri aftur á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og Harpa vildi fá hana til að bera þessi lið saman. „Þetta er einhvern veginn allt annað. Síðast þegar ég var hjá Val þá var Valur að koma upp aftur eftir smá lægð. Maður fann alveg fyrir því en núna eru þær búnar að vera á toppnum í smá tíma. Andrúmsloftið er öðruvísi, körfur á að vinna allt, mikil samkeppni í hópnum og bæði gæðin og standardinn er hærri. Þetta er frábær umhverfi að vera í,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif er mjög sátt við að spila við hliðina á Mist Edvardsdóttur. „Það er ógeðslega gaman. Hún er ógeðslega góð í fótbolta og miklu betri í fótbolta en mig minnti. Ég spilaði með henni bæði 2016 og 2017. þetta er bata ógeðslega góður fótboltamaður og það er heiður að spila þarna með henni,“ sagði Arna Sif. S2 Sport Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvort velgengi Valsliðsins í öðrum íþróttum sé að smitast inn í Valsliðið. „Já það er gríðarlega mikil stemmning og maður finnur það bara þegar maður labbar þarna inn. Það er einhvern veginn allir að hálfpartinn að peppa yfir sig og gefa hverjum öðrum fimmu. Ég held að það smiti klárlega í öll liðin,“ sagði Arna Sif. En eru miðverðirnir hjá Val í markakeppni? Arna Sif er með þrjú mörk og Mist með tvö. „Við erum ekki í markakeppni. Mist er svo slök yfir þessu. Hún ætlar ekki að setja sér nein markmið með mörk en ég er aðeins að verða gráðug núna,“ sagði Arna. „Ég hef alltaf skorað fjögur mörk á hverju einasta tímabili í svona átján ár og núna langar mig að fara í svona sex eða sjö. Ég ætla síðan einhvern tímann að finna mér lið þar sem ég fæ að vera senter,“ sagði Arna létt. Það má sjá spjallið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Arna Sif mættir í settið
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti