Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron Atli Arason skrifar 25. maí 2022 23:30 Kylian Mbappé eftir undirskrift á samningi sínum sem gildir til ársins 2025. Getty Images Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir. Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Flestir bjuggust við því að Frakkinn myndi færa sig um set til Real Madrid í sumar en það varð að engu eftir að samningurinn við PSG var undirritaður. „Allir vissu að mig langaði að fara til Real Madrid á síðasta ári og ég held það hefði verið gott að fara þangað þá. Þetta er aðeins öðruvísi núna þar sem ég hefði farið á frjálsri sölu ef ég hefði skipt yfir,“ sagði Mbappé í löngu viðtali við Telegraph. Það var stór ástæða á bak við ákvörðun hans, að fara ekki frá Frakklandi fyrir ekkert kaupfé. „Ég var að verða samningslaus og það er mikilvægt fyrir mig að gefa til baka til þjóðar minnar. Minn kafli hjá PSG er ekki búinn.“ „Ég er franskur og ég veit að ég er mikilvægur í þessu landi. Þegar maður er mikilvægur þá má maður ekki bara hugsa um fótbolta heldur líka um lífið sjálft. Ég mun til að mynda búa í Frakklandi eftir að fótboltaferli mínum lýkur.“ Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, ræddi meðal annars við Mbappé um samningamál franska framherjans en Mbappé segir að þær viðræður hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðun hans. „Það er mjög sérstakt. Ég bjóst aldrei við því að tala við þennan mann um samningamálin mín. Það var samt frábært að ræða við forseta Frakklands og allt þetta mikilvæga fólk sem ég ráðfærði mig við. Það gáfu margir mér góð ráð og ég vil þakka þeim öllum. Það var samt mín ákvörðun að vera áfram í Frakklandi. Að vera áfram í þessu verkefni hjá PSG.“ Mbappé segir að peningar hafi aldrei verið það sem skipti hann máli í ákvörðun hans um að vera áfram hjá PSG, þvert á það sem flestir spekingar segja og skrifa. „Í þessum viðræðum þá talaði ég um fótbolta, ég talaði um titla og ég talaði um stóra leiki. Ég tala almennt aldrei um peninga. Fólk getur sagt það sem það vill. Þegar ég átti í viðræðum við Real og PSG þá talaði ég aldrei um launagreiðslur, ekki í eitt einasta skipti. Ég talaði aldrei um peninga við Nasser [Al-Khelaifi, forseta PSG], lögfræðingurinn minn sá um það. Ég talaði um íþróttina af því af því ég spila hana á vellinum, ég er ekki að telja evrur á bankareikningi mínum. Mér er alveg sama um þær því ég er í þessu til að vinna titla, til að sýna að ég er sá besti og vera hamingjusamur. Ég er hamingjusamur í París,“ sagði Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira