Sjáðu umdeilda dóminn sem réði úrslitum: „Dómararnir í ruðningsham“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:01 Augnablikið sem réði úrslitum, þegar ruðningur var dæmdur á Eyjamenn undir lok leiks. Vísir/Stöð 2 Sport Umdeildur ruðningsdómur undir lok 31-30 sigurs Vals á ÍBV hafði mikið að segja í úrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla að Hlíðarenda í gærkvöld. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur og gagnrýna misræmi í dómgæslu í einvígi liðanna. Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30
„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti