Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:31 Antonio Conte þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir stuðninginn eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira