Kaflaskil í Menntaskólanum í Reykjavík Árni Sæberg skrifar 28. maí 2022 14:52 Menntaskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Menntaskólanum í Reykjavík var slitið í 176. sinn við brautskráningu stúdenta í gær. Auk þess að 208 nýstúdentar yfirgefa skólann lætur rektor skólans af störfum sem og fyrrverandi rektor. Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum. Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Menntaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær þegar 208 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx 6. bekkjar að þessu sinni var Katrín Ósk Arnarsdóttir sem útskrifaðist með aðaleinkunn upp á 9,88. Katrín stundaði nám við náttúrufræðibraut skólans. Semidúx árgangsins var Hildur Gunnarsdóttir af eðlisfræðibraut með aðaleinkunn upp á 9,87. Alls hlaut 31 nemandi viðurkenningu fyrir að hafa hlotið ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Fjölmargir afmælisstúdentar voru viðstaddir athöfnina, þeirra á meðal var Bogi Ágústsson fréttamaður sem flutti ávarp fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta sem vakti mikla lukku. Tveir rektorar láta af störfum Elísabet Siemsen, rektor skólans brautskráði sinn síðasta stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þess má til gamans geta að undirritaður var fyrsti nýstúdentinn sem Elísabet brautskráði frá skólanum á sínum tíma. Elísabet segir nú skilið við framhaldsskólakerfið en þar hefur hún 45 ára farsælan feril að baki. Í ávarpi hennar kom fram að þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi nokkuð litað skólastarfið hjá þeim nemendum sem nú eru að útskrifast hafi þeim tekist að stunda nám sitt af alúð og uppskera nú ríkulega. Þá minntist Elísabet á þröngan húsakost skólans í vetur en vegna þess að Casa Christi, eitt húsa skólans, var dæmt ónothæft þurfti að flytja hluta starfsemi skólans annað. Hún sagði þó að bjartari tímar væru framundan enda hafi skólinn fengið til afnota húsnæði í Austurstræti sem muni verða tilbúið undir kennslu í haust. Þá lætur Yngvi Pétursson, fyrrverandi rektor skólans, einnig af störfum eftir veturinn. Frá því að Yngvi hætti störfum sem rektor árið 2017 hefur hann sinnt stundakennslu í stærðfræði en samanlagður starfsaldur hans við skólann náði heilum fimmtíu árum.
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira