Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 21:02 Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur, sem æfa alltaf á mánudögum í Neskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira