Kórar

Fréttamynd

Guð­mundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. 

Lífið
Fréttamynd

Sagði kór­stjórann hafa hótað sér „van­virðingu og niður­lægingu“

Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“.

Innlent
Fréttamynd

93 ára og 90 ára söng­fuglar á Suður­landi

Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal.

Lífið
Fréttamynd

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Lífið
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Barna­kór tók undir með XXX Rottweiler

Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni.

Tónlist
Fréttamynd

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Kirkjur og kór

Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Sel­fossi

Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi.

Lífið
Fréttamynd

Stefán Reynir er látinn

Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti er látinn 68 ára gamall. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 17. október síðastliðinn. Stefán hafði verið í fararbroddi í tónlistarlífinu í Skagafirði um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn

Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja.

Innlent
Fréttamynd

92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi

„Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára.

Innlent
Fréttamynd

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

Jól
Fréttamynd

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna

Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist

Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis.

Albumm
Fréttamynd

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Innlent
Fréttamynd

Auður Perla Svans­dóttir er látin

Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2