Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 11:33 Atli Gunnar segir norðanhríðina hafa komið kórmönnum að óvörum. Fátt annað var í stöðunni en að fresta uppseldum tónleikum karlakórsins og reyna aftur í kvöld. Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar. Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar.
Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30