Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 11:33 Atli Gunnar segir norðanhríðina hafa komið kórmönnum að óvörum. Fátt annað var í stöðunni en að fresta uppseldum tónleikum karlakórsins og reyna aftur í kvöld. Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar. Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar.
Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30