105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 20:05 Þórunn, 105 ára ásamt nokkrum félögum sínum í kórnum. Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“ Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“
Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”