105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 20:05 Þórunn, 105 ára ásamt nokkrum félögum sínum í kórnum. Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“ Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“
Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira