Að sögn sjónarvotts hlaut frumflutningurinn einróma lof gesta sem báðu um fleiri lög þegar flutningi var að ljúka. Þetta er fyrsti Alþingiskór Íslands. Ekki er vitað til þess að þing á Norðurlöndum eða nágrannalöndum hafi komið sér upp kór til þessa.
Lýðræðis var gætt við lagaval og flutti kórinn meðal annars lagið: Hver á sér fegra föðurland.