Nýr kór þingmanna ætlar að troða upp eftir tvær vikur Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 15:52 Jakob Frímann Magnússon er kórstjóri hins nýstofnaða Alþingismannakórs. Frumraun kórsins verður í þingmannaveislu 8. mars. vísir/vilhelm Mikil leynd hvílir yfir starfsemi nýstofnaðs Alþingismannakórs en Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, er kórstjóri. Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“ Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“
Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira