Nýr kór þingmanna ætlar að troða upp eftir tvær vikur Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2024 15:52 Jakob Frímann Magnússon er kórstjóri hins nýstofnaða Alþingismannakórs. Frumraun kórsins verður í þingmannaveislu 8. mars. vísir/vilhelm Mikil leynd hvílir yfir starfsemi nýstofnaðs Alþingismannakórs en Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins, er kórstjóri. Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“ Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jakob fangaði því í ræðu nú áðan að í dag hafi fyrsta æfing alþingiskórsins nýstofnaða verið haldin. Og svo ekki orð um það meira. Inga fékk gæsahúð af einskærri gleði Vísi tókst ekki að ná í Jakob til að inna hann nánar eftir starfi kórsins en náði hins vegar í skottið á einni sópransöngkonu sem var hátt uppi eftir æfinguna, sem fram fór í hádeginu. Um er að ræða Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og hún segir stefna í 20 manna kór. Þeir sem mættu á fyrstu æfinguna voru 14 en vitað er um 6 til 8 manns sem ekki komust vegna anna við nefndarstörf og annað. „Þetta var dásamlegt. Já, ég er sópranskvísa,“ segir Inga sem upplýsir að Jakob stjórni kórnum af mikilli fagmennsku. Kórinn er með allar raddir; bassa, tenór, alt og sópran. Og fengu meðlimir kórsins skrár með sínum röddum og svo var þetta stillt saman í dag. Inga er sópranskvísa í kórnum og hún fékk gæsahúð á fyrstu æfingunni, svo vel hljómuðu raddir hins þverpólitíska kórs.vísir/vilhelm „Þetta var yndislegt og gekk vel. Maður fékk bara gæsahúð af gleði. Við getum alveg sungið saman. Þvílíkar raddir hérna. Fallegur samsöngurinn hér á þinginu, að minnsta kosti á kóræfingum hjá honum Jakobi.“ Þverpólitískur kór Inga segir að kórinn skipi fulltrúar úr öllum flokkum og þetta hafi verið fagur samsöngur sem fyllti loftin. Tvö lög voru æfð í dag en leynd ríkir um hvaða lög. Það komi allt í ljós. „Við ætlum að troða upp í fyrsta skipti í þingmannaveislunni sem verður 8. mars. Þetta eru örfáar æfingar og svo verður okkur hent í djúpu laugina. Það er draumur að rætast hér. Við erum brosmild og glöð í þinginu í dag,“ segir Inga. Formaður flokksins er sannfærð um að söngurinn lengi lífið: „Það er ótrúleg fegurð í því að átta ólíkir flokkar á alþingi bresta glöð saman í söng. Ég ætla að þetta muni vekja athygli víðar en hér heima, til að mynda að þeir hætti að slást í Bretlandi og tekið okkur sér til fyrirmyndar. Mörg þjóðþing þar sem ekki veitti af að létta sér lundina með söng.“
Alþingi Tónlist Kórar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira