Gamlir Fóstbræður sungu fyrir Njál og hans fólk á Bergþórshvoli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2025 20:04 Gamlir Fóstbræður tóku sig vel út á Bergþórshvoli þegar þeir sungu fyrir Njál og hans fólk. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líf og fjör á Bergþórshvoli í Vestur Landeyjum á slóðum Brennu Njálssögu þegar hópur karla, sem eru í Gömlu Fóstbræðrum mættu á staðinn til að syngja fyrir Njál og hans fólk á bænum. Fóstbræður er elsti karlakór landsins stofnaður 1916. Karlarnir í kórnum voru í vorferð sinni á Suðurlandi á uppstigningardag með konum sínum og stoppuðu hér og þar, meðal annars á Bergþórshvoli þar, sem Njáll Þorgeirsson og Bergþóra Skarphéðinsdóttir og synir þeirra bjuggu en þau koma oft og iðulega við í Njálssögu. „Þetta lag, sem við vorum að syngja heitir „Skarphéðinn í brennunni“ eftir Helga Helgason og við lag Jóhannesar Hafstein og þetta var rétti staðurinn til að syngja lagið,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrsti bassi í Gömlum Fóstbræðrum Þetta er hressilegt og skemmtilegt lag? „Já, það tengist sögu þessa félags líka með þeim hætti að þegar að Fóstbræður voru stofnaðir 1916, hétu þá reyndar Karlakór KFUM, en á fyrstu tónleikum kórsins þá var þetta fyrsta lagið á efnisskránni,“ segir Páll Ásgeir. „Gamlir Fóstbræður, þeir eru náttúrulega í sérstakri stöðu og syngja náttúrulega gömlu lögin og gera það best allra,“ segir Árni Harðarson stjórnandi, Gamalla Fóstbræðra og stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra í dag. Bergþórshvoll er í Vestur Landeyjum í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við að syngja í karlakór? „Sá sem hefur alist upp í söng hann getur ekki hætt að syngja. Þess vegna syngjum við bara eða tröllum á meðan við tórum, við syngjum þangað til að við getum ekki sungið lengur,“ segir Páll Ásgeir hlæjandi. Árni Harðarson, stjórnandi og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem syngur í fyrsta bassa með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Kórar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Karlarnir í kórnum voru í vorferð sinni á Suðurlandi á uppstigningardag með konum sínum og stoppuðu hér og þar, meðal annars á Bergþórshvoli þar, sem Njáll Þorgeirsson og Bergþóra Skarphéðinsdóttir og synir þeirra bjuggu en þau koma oft og iðulega við í Njálssögu. „Þetta lag, sem við vorum að syngja heitir „Skarphéðinn í brennunni“ eftir Helga Helgason og við lag Jóhannesar Hafstein og þetta var rétti staðurinn til að syngja lagið,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrsti bassi í Gömlum Fóstbræðrum Þetta er hressilegt og skemmtilegt lag? „Já, það tengist sögu þessa félags líka með þeim hætti að þegar að Fóstbræður voru stofnaðir 1916, hétu þá reyndar Karlakór KFUM, en á fyrstu tónleikum kórsins þá var þetta fyrsta lagið á efnisskránni,“ segir Páll Ásgeir. „Gamlir Fóstbræður, þeir eru náttúrulega í sérstakri stöðu og syngja náttúrulega gömlu lögin og gera það best allra,“ segir Árni Harðarson stjórnandi, Gamalla Fóstbræðra og stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra í dag. Bergþórshvoll er í Vestur Landeyjum í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við að syngja í karlakór? „Sá sem hefur alist upp í söng hann getur ekki hætt að syngja. Þess vegna syngjum við bara eða tröllum á meðan við tórum, við syngjum þangað til að við getum ekki sungið lengur,“ segir Páll Ásgeir hlæjandi. Árni Harðarson, stjórnandi og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem syngur í fyrsta bassa með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Kórar Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira