Mark Hlínar dugði ekki til í dramatískum Íslendingaslag Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 19:16 Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar höfðu betur þrátt fyrir mark Hlínar seint í leiknum. Twitter @fotbollskanal Tveir leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í kvöld er 11. umferð deildarinnar kláraðist. Þrír Íslendingar komu við sögu og komst ein á blað. Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tók á móti Piteå í Íslendingaslag, en Hlín Eiríksdóttir byrjaði einnig hjá síðarnefnda liðinu. Fyrirfram hefði mátt flokka leikinn sem formsatriði fyrir taplaust lið Rosengård sem gat farið á topp deildarinnar með sigri. Piteå náði að halda aftur af heimakonum í 62 mínútur áður en stíflan brast. Lítill uppgjafartónn var í gestunum og tókst Hlín Eiríksdóttur að jafna metin á 81. mínútu. Allt virtist stefna í jafntefli liðanna en framherjinn Stefanie-Antonia Sanders frá Þýskalandi skoraði sigurmark Rosengård í uppbótartíma. Með 2-1 sigri sínum komst Rosengård upp fyrir Linköping á topp deildarinnar, en Linköping hafði komist á toppinn með sigri á Häcken um helgina. Rosengård er með 27 stig á toppi deildarinnar, tveimur fyrir ofan Linköping. Piteå er aftur á móti með 14 stig í 9. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þægilegt hjá Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir var með þær Amöndu Andradóttur og Emelíu Óskardóttur báðar á varamannabekknum hjá Rosengård sem heimsótti Umeå. Kristianstad var með 1-0 forystu í leikhléi eftir mark varnarmannsins Miu Carlsson sem skoraði eftir hornspyrnu á 38. mínútu. Hin kanadíska Gabrielle Carle skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir félagið er hún gulltryggði 2-0 sigur Kristianstad tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Amanda kom inn af bekknum á 83. mínútu í leiknum. Sigur Kristianstad kemur liðinu upp fyrir Eskiltuna í 5. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi frá Vittsjö sem er sæti ofar og aðeins tveimur á eftir Häcken í 3. sætinu. Umeå er í 12. sæti, umspilssæti fyrir falli, með sjö stig, stigi fyrir ofan Brommopojkarna sem er með sex stig í efra fallsæti deildarinnar.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira