Vill að Íslendingar leggi áherslu á gæði umfram magn í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2022 14:32 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Forstjóri Brimborgar vill að Íslendingar marki sér stefnu í ferðamannamálum um að laða til landsins ferðamenn sem borgi vel. Leggja þurfi áherslu á gæði umfram magn í ferðamennsku. Hann kveðst sannfærður um að það myndi leysa mönnunarvanda og gera greinina sjálfbærari. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að innlendir ferðaþjónustuaðilar stæðu frammi fyrir mönnunarvanda. Viðsnúningur eftir faraldurinn hefði verið hraðari en gert var ráð fyrir. Nú væri svo komið að uppselt sé á mörgum hótelum og bílaleigum í sumar. Sjá nánar: Slegist um kokka og þjóna í ferðaþjónustunni Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar og rekur líka bílaleigurnar Thrifty og Dollar. Hann segist hvorki glíma við mönnunarvanda né að uppselt sé á leigunum því hann hafi séð þessa umframeftirspurn fyrir. „Það sem mér finnst að Íslendingar ættu að fókusera á í ferðaþjónustunni er meira að horfa á verðmætaaukninguna frekar heldur en að telja einstaklingana sem koma til landsins. Þetta er náttúrulega umræða sem er búin að vera lengi og kannski er ekki auðvelt að fara þangað en það hlýtur að vera megin markmiðið fyrir land eins og okkar að fara verðmætaaukningarleiðina. Við erum fámenn þjóð og með verðmæta náttúru, há laun – líklega þau hæstu í heimi - og það er mönnunarvandi hér og líka víða um heim.“ Að mati Egils ættu Íslendingar heldur að einbeita sér að hágæðaferðaþjónustu og stýra í auknum mæli verðlagningu eftir eftirspurn. En óttastu ekkert að eftirspurnin dragist saman ef menn fara að hækka verð? „Mjög góð spurning. Við fengum, Íslendingar, góða generalprufu sumarið 2021 þegar COVID-gluggi opnaðist seinni part júlí og ágúst en þá var alveg gríðarlegur ferðavilji. Við fengum gríðarlegan fjölda ferðamanna“ Þetta hafi hann séð glöggt í fyrra en líka í byrjun árs og honum hafi verið ljóst í hvað stefndi. „Við sáum það sama strax í janúar og febrúar að þetta sumar yrði alveg risastórt. Jú, það er alltaf hætta en verðum við ekki hreinlega að sætta okkur við færri ferðamenn en verðmætari?“ Egill segir að þessi leið, sem hann vill að fleiri fari, hafi reynst honum vel. „Við tókum þennan pól í hæðina og vorum ekkert að flýta okkur að taka of mikið af bókunum mjög snemma. Við gerðum ákveðna tekju-og bókunaráætlun fyrir sumarið og eins og staðan er núna þá eigum við nóg af bílum í leigunum okkar fyrir júní, júlí og ágúst – þessa risastóru mánuði – en erum nú samt komnir yfir tekjuáætlun fyrir sumarið þannig að það er hægt að gera þetta.“ Egill segir að stjórnvöld verði að marka sér stefnu í ferðamannamálum. Ísland ætti að geta verið í fararbroddi í sjálfbærni. „Við höfum alveg séð að það er of mannmargt á ákveðnum ferðamannastöðum en á sama tíma er ekki nóg af ferðamönnum á öðrum stöðum. Hvernig getum við dreift álaginu betur um landið og náð meiri verðmætum út úr öllu um leið og við pössum upp á að ekki sé gengið á náttúruna?“ Ferðaþjónustuaðilar geti ekki gert þetta einir og því þurfi stjórnvöld að koma inn í og marka stefnu til framtíðar. Í því samhengi þurfi að horfa marga áratugi fram í tímann. „Stjórnvöld verða að koma inn í og hjálpa stöðunum sem færri koma á, til dæmis með betri samgöngum, flugsamgöngum og þess háttar og þó það þurfi að borga eitthvað með því til að byrja með þá hjálpar þetta öllum, þetta hjálpar náttúrunni, ferðaþjónustunni í heild, efnahagslífinu og fleiri njóta þá afrakstursins af ferðaþjónustunni.“ Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. 18. apríl 2022 23:10 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að innlendir ferðaþjónustuaðilar stæðu frammi fyrir mönnunarvanda. Viðsnúningur eftir faraldurinn hefði verið hraðari en gert var ráð fyrir. Nú væri svo komið að uppselt sé á mörgum hótelum og bílaleigum í sumar. Sjá nánar: Slegist um kokka og þjóna í ferðaþjónustunni Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar og rekur líka bílaleigurnar Thrifty og Dollar. Hann segist hvorki glíma við mönnunarvanda né að uppselt sé á leigunum því hann hafi séð þessa umframeftirspurn fyrir. „Það sem mér finnst að Íslendingar ættu að fókusera á í ferðaþjónustunni er meira að horfa á verðmætaaukninguna frekar heldur en að telja einstaklingana sem koma til landsins. Þetta er náttúrulega umræða sem er búin að vera lengi og kannski er ekki auðvelt að fara þangað en það hlýtur að vera megin markmiðið fyrir land eins og okkar að fara verðmætaaukningarleiðina. Við erum fámenn þjóð og með verðmæta náttúru, há laun – líklega þau hæstu í heimi - og það er mönnunarvandi hér og líka víða um heim.“ Að mati Egils ættu Íslendingar heldur að einbeita sér að hágæðaferðaþjónustu og stýra í auknum mæli verðlagningu eftir eftirspurn. En óttastu ekkert að eftirspurnin dragist saman ef menn fara að hækka verð? „Mjög góð spurning. Við fengum, Íslendingar, góða generalprufu sumarið 2021 þegar COVID-gluggi opnaðist seinni part júlí og ágúst en þá var alveg gríðarlegur ferðavilji. Við fengum gríðarlegan fjölda ferðamanna“ Þetta hafi hann séð glöggt í fyrra en líka í byrjun árs og honum hafi verið ljóst í hvað stefndi. „Við sáum það sama strax í janúar og febrúar að þetta sumar yrði alveg risastórt. Jú, það er alltaf hætta en verðum við ekki hreinlega að sætta okkur við færri ferðamenn en verðmætari?“ Egill segir að þessi leið, sem hann vill að fleiri fari, hafi reynst honum vel. „Við tókum þennan pól í hæðina og vorum ekkert að flýta okkur að taka of mikið af bókunum mjög snemma. Við gerðum ákveðna tekju-og bókunaráætlun fyrir sumarið og eins og staðan er núna þá eigum við nóg af bílum í leigunum okkar fyrir júní, júlí og ágúst – þessa risastóru mánuði – en erum nú samt komnir yfir tekjuáætlun fyrir sumarið þannig að það er hægt að gera þetta.“ Egill segir að stjórnvöld verði að marka sér stefnu í ferðamannamálum. Ísland ætti að geta verið í fararbroddi í sjálfbærni. „Við höfum alveg séð að það er of mannmargt á ákveðnum ferðamannastöðum en á sama tíma er ekki nóg af ferðamönnum á öðrum stöðum. Hvernig getum við dreift álaginu betur um landið og náð meiri verðmætum út úr öllu um leið og við pössum upp á að ekki sé gengið á náttúruna?“ Ferðaþjónustuaðilar geti ekki gert þetta einir og því þurfi stjórnvöld að koma inn í og marka stefnu til framtíðar. Í því samhengi þurfi að horfa marga áratugi fram í tímann. „Stjórnvöld verða að koma inn í og hjálpa stöðunum sem færri koma á, til dæmis með betri samgöngum, flugsamgöngum og þess háttar og þó það þurfi að borga eitthvað með því til að byrja með þá hjálpar þetta öllum, þetta hjálpar náttúrunni, ferðaþjónustunni í heild, efnahagslífinu og fleiri njóta þá afrakstursins af ferðaþjónustunni.“
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07 Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01 Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. 18. apríl 2022 23:10 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. 8. maí 2022 14:07
Skemmtiferðaskipin lygilega fljót að taka við sér Ísafjarðarbær stendur nú í framkvæmd fyrir milljarð króna til að stækka höfn sína til þess að geta tekið á móti enn fleiri skemmtiferðaskipum. Árið 2022 verður nefnilega metár þegar kemur að komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. 6. maí 2022 08:01
Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. 18. apríl 2022 23:10