Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. júní 2022 12:19 Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkanir á fasteignagjöldum verði ekki ákveðnar fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33