Ætla að stórauka lóðaframboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2022 15:40 Fulltrúar nýja meirihluta L-lista, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, auk Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra. Vísir/Tryggvi Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Í samningnum kemur fram að nýr meirihluti vilji stórauka lóðaframboð, bjóða nýja íbúa hjartanlega velkomna og taka næstu skref við að móta framtíðarsýn fyrir svæðisborgina Akureyri. Flokkarnir þrír eru með sex fulltrúa meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn bæjarins. Flokkarnir skipta með sér verkum á eftirfarandi hátt, auk þess sem að Ásthildur Sturludóttur, sem ráðin var bæjarstjóri árið 2018, verður það áfram. Forseti bæjarstjórnar – Sjálfstæðisflokkurinn Formaður bæjaráðs – L-listinn Fræðslu- og lýðheilsuráð – Sjálfstæðisflokkurinn Skipulagsráð – L-listinn Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn Velferðarráð – L-listinn Formennska í stjórn SSNE - Sjálfstæðisflokkur Formennska í stjórn Norðurorku – Miðflokkurinn Formennska í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands - Miðflokkurinn Í samningnum kemur fram að leggja eigi aukinn kraft í skipulagsvinnu. „Í ljósi mikillar eftirspurnar verður settur kraftur í skipulagsvinnu með það að markmiði að fjölga lóðum til úthlutunar. Lóðaúthlutanir og skipulagsmál verða unnin í gagnsæju ferli. Sérstaklega verður horft til uppbyggingar á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti, á Oddeyrinni og farið verður í hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli. Þá verði uppbyggingu Móahverfis flýtt eins og kostur er og einnig verður horft til nýrra hverfa.“ Fulltrúar nýja meirihlutans skrifuðu undir málefnasamning á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Komið verði á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og áhersla lögð á að ljúka við fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks og hefja undirbúning að næstu. Uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk verður flýtt eins og kostur er og unnið jafnt og þétt á biðlistum. Þá er stefnt að því að bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað með fjölbreyttum leiðum og dregið úr kostnaðarþátttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42 Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26. maí 2022 12:42
Vinabæirnir fylgjast að Málefnasamningar þeirra flokka sem munu mynda meirihluta í bæjarstjórnum vinabæjanna Hafnarfjarðar og Akureyrar verða undirritaðir í dag. 1. júní 2022 10:35