Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir fasteigna- og lóðagjöld á íbúðarhúsnæði vera lægst í Reykjavík. Þar sé líka hagstæðast að búa fyrir fjölskyldufólk. Vísir/Vilhelm Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. Nýtt fasteignamat íbúðarhúsnæðis var gefið út í gær og hækkar mikið milli ára, að jafnaði yfir landið um 19,9 prósent. Eftir einstökum sveitarfélögum er hækkunin allt frá rúmlega 8 prósentum upp í rúmlega 30 prósent. Strax í gær skapaðist umræða um að Reykjavík þyrfti að koma til móts við tekjulægstu heimilin með lækkun fasteignaskatts en nokkur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað slíka lækkun. Dagur B. Eggertsson segir hægt að létta á álögum þeirra verst settu með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir þessi mál eins og önnur til umræðu í yfirstandandi viðræðum um myndun nýs meirihluta í borginni. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál. Reykjavík hefur auðvitað verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart að einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur. Þjóðskrá eigi hins vegar eftir að gefa út nánari greiningu milli eldra og nýrra íbúðarhúsnæðis, opinberra bygginga, atvinnuhúsnæðis og svo framvegis. Þá komi betur í ljós hvort og þá hversu mikil hækkunin sé á einstakar húseignir. Þegar álagningarprósenta fasteignaskatts fimmtán sveitarfélaga er skoðuð kemur í ljós að hún er lægst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, rétt undir 0,18 prósentunum sem hún er í Reykjavík. Fasteignaskatturinn einn og sér á íbúð með fasteignamat upp á 70 milljónir var frá 122.500 til 126 þúsund krónum í þessum þremur sveitarfélögum. Með hærri álagningu hækkar skatturinn síðan á íbúðir með sama fasteignamat upp í 140 þúsund í Kópavogi, 172.200 í Hafnarfirði og allt upp í 392 þúsund þar sem álagningin er mest á Ísafirði. Grafík/Kristján Jónsson Ef við skoðum hins vegar fasteignaskattinn ásamt lóðarleigu þessara sömu sveitarfélaga breytist myndin töluvert. Þá er Reykjavík lægst með 149.660 krónur. Það þýðir að Kópavogur þyrfti að lækka fasteignaskatt sinn og lóðarleigu til samans um tæplega 8.500 krónur til að vera á pari við Reykjavík, Garðabær um 26 þúsund, Seltjarnarnes um tæpar 29 þúsund krónur, Mosfellsbær um 31 þúsund og Hafnarfjörður þyrfti að lækka þessi gjöld hjá sér um nærri 63 þúsund krónur. Grafík/Kristján Jónsson Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka gjöldin hjá sér enn meira í samanburðinum. Um allt frá rúmlega 124 þúsundum á Akureyri uppi í tæpar 339 þúsund krónur á Ísafirði. Dagur segir að flokkarnir sem nú reyni meirihlutamyndun í borginni muni ræða undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Þar verði línur lagðar varðandi skatta, gjaldskrár og annað sem varði hag heimilanna. „Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Ég á ekki von á öðru en við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Þannig að þú ert að segja að borgin geti brugðist við hækkun fasteignagjalda með öðrum hætti til þeirra sem kannski standa lakast? „Já, við höfum oft gert það. En þá höfum við bara skoðað þessa heildarmynd,“ segir Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43 Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Nýtt fasteignamat íbúðarhúsnæðis var gefið út í gær og hækkar mikið milli ára, að jafnaði yfir landið um 19,9 prósent. Eftir einstökum sveitarfélögum er hækkunin allt frá rúmlega 8 prósentum upp í rúmlega 30 prósent. Strax í gær skapaðist umræða um að Reykjavík þyrfti að koma til móts við tekjulægstu heimilin með lækkun fasteignaskatts en nokkur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað slíka lækkun. Dagur B. Eggertsson segir hægt að létta á álögum þeirra verst settu með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson starfandi borgarstjóri segir þessi mál eins og önnur til umræðu í yfirstandandi viðræðum um myndun nýs meirihluta í borginni. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál. Reykjavík hefur auðvitað verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart að einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur. Þjóðskrá eigi hins vegar eftir að gefa út nánari greiningu milli eldra og nýrra íbúðarhúsnæðis, opinberra bygginga, atvinnuhúsnæðis og svo framvegis. Þá komi betur í ljós hvort og þá hversu mikil hækkunin sé á einstakar húseignir. Þegar álagningarprósenta fasteignaskatts fimmtán sveitarfélaga er skoðuð kemur í ljós að hún er lægst á Seltjarnarnesi og í Garðabæ, rétt undir 0,18 prósentunum sem hún er í Reykjavík. Fasteignaskatturinn einn og sér á íbúð með fasteignamat upp á 70 milljónir var frá 122.500 til 126 þúsund krónum í þessum þremur sveitarfélögum. Með hærri álagningu hækkar skatturinn síðan á íbúðir með sama fasteignamat upp í 140 þúsund í Kópavogi, 172.200 í Hafnarfirði og allt upp í 392 þúsund þar sem álagningin er mest á Ísafirði. Grafík/Kristján Jónsson Ef við skoðum hins vegar fasteignaskattinn ásamt lóðarleigu þessara sömu sveitarfélaga breytist myndin töluvert. Þá er Reykjavík lægst með 149.660 krónur. Það þýðir að Kópavogur þyrfti að lækka fasteignaskatt sinn og lóðarleigu til samans um tæplega 8.500 krónur til að vera á pari við Reykjavík, Garðabær um 26 þúsund, Seltjarnarnes um tæpar 29 þúsund krónur, Mosfellsbær um 31 þúsund og Hafnarfjörður þyrfti að lækka þessi gjöld hjá sér um nærri 63 þúsund krónur. Grafík/Kristján Jónsson Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka gjöldin hjá sér enn meira í samanburðinum. Um allt frá rúmlega 124 þúsundum á Akureyri uppi í tæpar 339 þúsund krónur á Ísafirði. Dagur segir að flokkarnir sem nú reyni meirihlutamyndun í borginni muni ræða undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Þar verði línur lagðar varðandi skatta, gjaldskrár og annað sem varði hag heimilanna. „Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík. Ég á ekki von á öðru en við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Þannig að þú ert að segja að borgin geti brugðist við hækkun fasteignagjalda með öðrum hætti til þeirra sem kannski standa lakast? „Já, við höfum oft gert það. En þá höfum við bara skoðað þessa heildarmynd,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Skattar og tollar Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43 Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Fasteignagjöld víða hækkað ríflega frá 2013 Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í 15 stærstu sveitarfélögum landsins hafa í mörgum tilfellum hækkað mikið á síðustu sex árum og í sumum tilfellum hafa þau meira en tvöfaldast. 12. júlí 2019 10:43
Fasteignaskattar í Reykjanesbæ hækka um 67% Fasteignaskattar og útsvar í Reykjanesbæ hefur verið hækkað talsvert samkvæmt könnun ASÍ. 11. febrúar 2015 12:24