„Þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:59 Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Vísir Tíu ára stúlka sem notast við hjólastól segir mikilvægt að fólk átti sig á þeim hindrunum sem fatlað fólk mæti í daglegu lífi. Bekkjarsystkini hennar taka nú þátt í verkefni sem miðar að því að opna augu fólks fyrir veruleika fatlaðra barna. Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“ Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Skólinn í stólinn er verkefni sem nemendur í 4. bekk í Sjálandsskóla í Garðabæ taka þátt í, í dag og á morgun. Þar reyna þau að setja sig í spor fatlaðra barna. „Við fengum lánaða sex stóla og einn fullorðinsstól, þannig að kennarar og nemendur í bekknum fá öll að rúlla í eina og hálfa klukkustund á hjólastól, bæði í dag og á morgun. Þetta er svona lífsleikniverkefni sem fær þig aðeins til að hugsa um að það er ekki sjálfgefið að hlaupa bara á skólagöngunum eða hlaupa út í frímínútur með vinum sínum,“ segir Júlíana Þóra Hálfdánardóttir. Gott að sjá að krakkarnir vilji prófa Bryndís Thors er í fjórða bekk, en hún notar hjólastól og segir marga ekki átta sig á þeim hindrunum sem fólk sem fólk í hennar stöðu mætir. Með verkefninu sé hægt að opna augu bekkjarsystkina hennar fyrir þeim. „Pabbi minn fékk hugmyndina að því að prófa eitthvað nýtt og prófa bara að vera í hjólastól,“ segir Bryndís. Hún er ánægð með viðleitni krakkanna í bekknum. „Mér líður allavega mjög vel að sjá þau vilja prófa stólana.“ Bekkjarsystur Bryndísar sem fréttastofa ræddi við virðast margs vísari um raunveruleika fatlaðs fólks. „Við vorum í íþróttum í einhverju svona kapphlaupi og þá þurfti ég að vera í hjólastólnum að rúlla mér eins hratt og ég gat,“ segir Ásthildur Eva Sigurðardóttir. Það hafi verið talsvert erfiðara en að hlaupa. Helga Birna Stefánsdóttir, önnur bekkjarsystir Bryndísar, segir þá líka erfitt að fara á klósettið þegar maður notar hjólastól. Krakkarnir vonast eftir áframhaldandi þátttöku bekkjarsystkina sinna í verkefninu. „Af því að fötluð börn eða fullorðnir geta ekkert bara staðið upp og hætt að vera í stólnum,“ segir Ísabella Marín Ástráðsdóttir. Sjálf er Bryndís ánægð með viðhorf bekkjarsystkina sinna til verkefnisins. „Ég er mjög þakklát fyrir að þau séu að setja sig í spor annarra og reyna að prófa.“
Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira