Sheryl Sandberg hættir hjá Meta Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2022 22:21 Sheryl Sandberg og Mark Zuckerberg. Getty/Kevin Dietsch Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri Meta, ætlar að hætta hjá fyrirtækinu eftir að hafa verið mjög áberandi í fremstu röðum þar í fjórtán ár. Í tilkynningu segist hún ætla að einbeita sér að mannúðarstarfi og að öðru leyti viti hún ekki hvað framtíðin beri í skauti sér. Hún mun þó sitja áfram í stjórn Meta. Sandberg hefur verið annar mest áberandi yfirmaður Meta, á eftir Mark Zuckerberg, forstjóra. Hún hefur átt stóran þátt í því að byggja upp eitt stærsta auglýsinga- og samfélagsmiðlafyrirtæki heims. Zuckerberg hefur hyllt Sandberg og eignað henni heiðurinn að því hve vel Facebook hefur verið rekið í gegnum árin og því hve háar auglýsingatekjur Meta eru. Hann segir hana hafa kennt sér að reka fyrirtæki. Þá hefur hún staðið í brúnni þegar Meta hefur siglt ólgusjó á undanförnum árum. Til að mynda í tengslum við kosningar í Bandaríkjunum, afskipti Rússa af þeim, og hneykslismálum tengdum persónuupplýsingum notenda Meta og hvað gert hefur verið við þær upplýsingar. Notendum Facebook fækkaði nýverið í fyrsta sinn í átján ára sögu fyrirtækisins og samkeppni fyrirtækisins í samfélagsmiðlageiranum hefur aukist til muna. Bæði Sandberg og Zuckerberg sögðu frá ákvörðun hennar á Facebook fyrr í kvöld. Í frétt Washington Post segir að Sandberg hafi barist fyrir aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu og hafði meðal annars skrifað bók um það málefni, þar sem hún hvatti konur til að vera meira áberandi á vinnustöðum. Javier Olivan, sem er einn af yfirmönnum Facebook og hefur unnið þar til langs tíma, mun taka við skyldum Sandberg að einhverju leyti. Zuckerberg segir í áðurnefndri færslu að hann ætli að dreifa skyldum hennar á fleiri en eitt starf. Meta Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. 3. febrúar 2022 08:40 Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. 6. maí 2022 15:09 Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00 Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. 20. október 2018 10:00 Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hún mun þó sitja áfram í stjórn Meta. Sandberg hefur verið annar mest áberandi yfirmaður Meta, á eftir Mark Zuckerberg, forstjóra. Hún hefur átt stóran þátt í því að byggja upp eitt stærsta auglýsinga- og samfélagsmiðlafyrirtæki heims. Zuckerberg hefur hyllt Sandberg og eignað henni heiðurinn að því hve vel Facebook hefur verið rekið í gegnum árin og því hve háar auglýsingatekjur Meta eru. Hann segir hana hafa kennt sér að reka fyrirtæki. Þá hefur hún staðið í brúnni þegar Meta hefur siglt ólgusjó á undanförnum árum. Til að mynda í tengslum við kosningar í Bandaríkjunum, afskipti Rússa af þeim, og hneykslismálum tengdum persónuupplýsingum notenda Meta og hvað gert hefur verið við þær upplýsingar. Notendum Facebook fækkaði nýverið í fyrsta sinn í átján ára sögu fyrirtækisins og samkeppni fyrirtækisins í samfélagsmiðlageiranum hefur aukist til muna. Bæði Sandberg og Zuckerberg sögðu frá ákvörðun hennar á Facebook fyrr í kvöld. Í frétt Washington Post segir að Sandberg hafi barist fyrir aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu og hafði meðal annars skrifað bók um það málefni, þar sem hún hvatti konur til að vera meira áberandi á vinnustöðum. Javier Olivan, sem er einn af yfirmönnum Facebook og hefur unnið þar til langs tíma, mun taka við skyldum Sandberg að einhverju leyti. Zuckerberg segir í áðurnefndri færslu að hann ætli að dreifa skyldum hennar á fleiri en eitt starf.
Meta Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. 3. febrúar 2022 08:40 Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. 6. maí 2022 15:09 Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00 Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. 20. október 2018 10:00 Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. 3. febrúar 2022 08:40
Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. 6. maí 2022 15:09
Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá. 22. nóvember 2018 07:00
Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30
Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. 20. október 2018 10:00
Sheryl Sandberg deilir umfjölluninni um framtak Þórunnar Antoníu Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Facebook fjallar um Góðu systur á Facebook-síðu sinni í gær. 9. mars 2016 23:20