„Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2022 10:01 Feðgarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Kristján Arason féllust í faðma eftir að Gísli afrekaði það sem pabbi hans gerði fyrir 34 árum, að verða þýskur meistari. Samsett/Facebook Gísli Þorgeir Kristjánsson varð á fimmtudagskvöld Þýskalandsmeistari í handbolta fyrir framan pabba sinn, Kristján Arason, sem einnig hefur það á ferilskránni að hafa orðið Þýskalandsmeistari. Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Kristján landaði titlinum sem einn af lykilleikmönnum Gummersbach árið 1988 og var svo í stúkunni að sjá Gísla, Ómar Inga Magnússon og félaga þeirra í Magdeburg tryggja liðinu sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil frá árinu 2001. Móðir Gísla, alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varð hins vegar að sætta sig við að missa af leiknum vegna vinnunnar. „Pabbi kom og sá mig verða meistari. Það var geggjað að hafa pabba í stúkunni og gaman að við feðgarnir séum báðir orðnir meistarar. Það er skemmtilegt skref,“ segir Gísli. Hann hefur átt frábært tímabil í vetur en hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni síðustu ár, á erfiðum tímum vegna meiðsla í báðum öxlum. „Pabbi er búinn að hjálpa mér hrikalega mikið í gegnum þetta allt hjá mér, hvað handboltann varðar og í gegnum þessi meiðsli sem ég hef glímt við. Hann er ekki bara búinn að vera pabbi minn heldur lærifaðir og bara algjör stoð og stytta eins og öll mín fjölskylda. Það var frábært að fá að upplifa þetta með honum,“ segir Gísli. Íslenska fánann mátti því sjá á meðal áhorfenda í Magdeburg í fyrrakvöld en greinilegt var að fleiri stuðningsmenn en pabbi Gísli kunna að meta það sem hann og Ómar Ingi hafa gert fyrir liðið. Fann hvað þetta þýddi fyrir fólkið í bænum Íslendingar voru einnig í aðalhlutverkum þegar Magdeburg varð þýskur meistari síðast, þá í fyrsta sinn, því þá var Ólafur Stefánsson stjarna liðsins og Alfreð Gíslason þjálfari. „Maður fann hvað þetta þýddi mikið fyrir klúbbinn og fólkið í bænum. Það lifir fyrir þetta félag og það er svo gaman að geta gefið eitthvað til baka, eftir allt sem þau eru búin að gefa mér. Þau hafa staðið við bakið á mér í gegnum mín meiðsli og núna gat ég gefið til baka með því að við skyldum vinna titilinn,“ segir Gísli.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira