Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 15:45 Óvenjulegar auglýsingar Nova hafa vakið nokkra athygli. Samsett Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA. „Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“ Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Við teljum að nýleg auglýsingaherferð Nova sem var unnin af Brandenburg hafi í raun og veru falið í sér brot á réttindum Samtaka iðnaðarins þar sem verið var að skrumskæla vörumerki samtakanna að okkar mati,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI. Samtökin telji þetta algjörlega óboðlegt. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Auglýsingaherferðin feli í sér notkun samhljóða og villandi framsetningu á vörumerki SI og það sett í samhengi við Stéttarfélag innbrotsþjófa. Merkið sem upphaflega var notað í auglýsingum Nova (t.v.) og merki Samtaka iðnaðarins. Telja SI að Brandenburg hafi alls brotið níu siðareglur SÍA, sem snúi meðal annars að því að allar auglýsingar eigi að vera lögum samkvæmt, sæmandi, heiðarlegar og segja sannleikann. Fram kemur í kæru SI að túlka megi auglýsingar Nova á þann hátt að þær leggi blessun sína yfir ofbeldi og ólöglegt atferli eða hið minnsta hvetji til þess. Áður komið athugasemdum við Nova Í auglýsingunum, sem er ætlað að vekja athygli á öryggisvörum Nova, hvetja leikarar í gervi innbrotsþjófa til þess að hugað sé að réttindum þjófa og þeim veittur vinnufriður. Þá er fólk meðal annars hvatt til þess að greina frá því á samfélagsmiðlum þegar það yfirgefur heimilið til að auka líkurnar á innbrotum. Kæran var send siðanefnd SÍA í gær og fer SI fram á að málið verði tekið fyrir hið fyrsta. Forsvarsmenn SI höfðu áður komið á framfæri alvarlegum athugasemdum við Nova og Brandenburg eftir að fyrsta sjónvarpsauglýsing herferðarinnar birtist. „Þrátt fyrir þær athugasemdir þá hélt auglýsingaherferðin áfram þannig að við töldum okkur ekki annað fært en að fara þessa leið,“ segir Björg. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.SI Verið að tengja SI við brotastarfsemi Mikil líkindi eru með merki SI og því merki sem notað var fyrir áðurnefnd Samtök innbrotsþjófa en því var breytt í markaðsefninu í kjölfar ítrekaðra athugasemda SI. „Þarna er verið að nota vörumerki okkar og tengja okkur og okkar starfsemi með beinum eða óbeinum hætti, hvernig sem fólk vill líta á það, við brotastarfsemi. Við teljum hreinlega að hérna sé háttsemi sem sé ekki til eftirbreytni og hér hafi hreinlega verið vegið ómaklega að starfsemi Samtaka iðnaðarins og vörumerki og á þessu bera Nova og Brandenburg ábyrgð,“ segir Björg. Samtökin voni sömuleiðis að kæran verði til þess að álíka markaðssetning endurtaki sig ekki. „Það var sérstaklega fjallað um það í herferðinni hvernig vörumerki Samtaka iðnaðarins og þessa Stéttarfélags innbrotsþjófa væru ólík, en hver maður sem vill sjá sér að svo er ekki.“ Hafa áhyggjur af börnum Sérstaklega er vísað til barna í kæru SI og segir Björg að mögulega hafi Brandenburg gerst brotlegt við siðareglu SÍA um markaðsefni sem beint er að börnum. Björg segir að sjónvarpsauglýsingaherferðin hafi byrjað í kringum Eurovison þegar mikill fjöldi barna og ungmenna sátu við skjáinn. Ekki sé hægt að sjá á auglýsingunum með skýrlegum hætti að um markaðsefni sé að ræða og börn mögulega ekki gert greinarmun á því. „Þarna erum við að tala um glæpastarfsemi, þó það sé ef til vill gert með undirliggjandi kaldhæðni,“ segir Björg. Hvergi er minnst á Nova í skilaboðum Stéttarfélags innbrotsþjófa en auglýsing fyrir öryggisvörur fjarskiptafélagsins fylgir strax í kjölfarið í sjónvarpi og netauglýsingum. Björg segir SI ekki hafa metið það á þessum tímapunkti hvort ástæða sé til að hefja dómsmál muni siðanefnd SÍA ekki fallast á aðfinnslur samtakanna. „Við tökum bara afstöðu til þess þegar að því kemur.“
Auglýsinga- og markaðsmál Nova Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira