Heimilin taka bílalán sem aldrei fyrr Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 17:30 Alls hafa 9.600 nýskráðir bílar verið keyptir það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent. Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans þar sem fram kemur að einstaklingar virðist margir hverjir vera að nýta aukinn sparnað til kaupa á nýjum bílum en auk þess hafi hrein bílalán til heimilanna aukist verulega. Þá hafa nýbílakaup aukist verulega frá því í fyrra, á fyrstu fimm mánuðum ársins, en ef þessir mánuðir eru bornir saman við sömu mánuði árið 2017, þegar fjöldi nýskráðra bíla náði hámarki, eru 31 prósent færri bílar nú nýskráðir. Fram kemur í Hagsjánni að séu töur frá Bílgreinasambandinu skoðaðar hafi sala nýrra fólksbíla aukist um 63 prósent milli ára, sem er í góðu samræmi við tölur frá Samgöngustofu. Alls hafa 6.844 nýir fólksbílar selst fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra seldust 4.208 nýir fólksbílar. Þá hafa nýjar lánveitingar til íslenskra heimila vegna bílakaupa, umfram uppgreiðslur, numið 25,4 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Heildarupphæð bílalána í mars síðastliðnum sló met og hefur ekki verið hærri frá því að Seðlabankinn tók að mæla ný útlán árið 2013. Fram kemur í Hagsjánni að sem dæmi hafi lántaka fyrstu fjögurra mánaða ársins verið rúmlega 20 prósent meiri en allt árið 2013, á föstu verðlagi. Lánveitingar á fyrstu fjórum mánuðum ársins, á föstuverðlagi, hafi numið 8,9 milljörðum króna og aukist um 93 prósent frá sama tímabili árið 2018 en um 226 prósent frá árinu 2019. Tólf mánaða hlaupandi meðaltal mánaðarlegra gagna um hrein bílalán heimilanna hafi þá aukist nú í apríl um 110 prósent milli ára og hækkunin frá ársbyrjun 2020 slagi í 150 prósent.
Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira