Sannfærð um að Ísland hefði unnið Eurovision og ákvað að læra íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 09:11 Louise ákvað að læra íslensku þar sem hún taldi Ísland líklegast til sigurs í Eurovision árið 2020, þegar keppnin var blásin af vegna Covid. Samsett Bresk kona sem hefur einsett sér að læra tungumál þeirrar þjóðar sem vinnur Eurovision hverju sinni ákvað að læra íslensku eftir að keppninni var aflýst árið 2020. Hún telur að Daði og Gagnamagnið hefðu verið líklegust til sigurs það árið. Hún hefur þegar lært ítölsku og hollensku en segir íslenskuna hafa verið meiri áskorun. Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku. Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Louise Frith er stödd hér á landi í nokkurs konar pílagrímsferð, eftir að hafa einsett sér að læra íslensku eftir að Eurovision 2020 var aflýst vegna Covid. Louise taldi Ísland líklegt til sigurs og ákvað því að byrja að læra íslensku þó að enginn opinber sigurvegari hafi verið krýndur. Framlag Íslands það árið var lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu. Louise segir íslensku ekki aðgengilegasta tungumálið til að læra. „Mér tókst að kaupa kennslubók, býsna gamla, sem var ætluð bandarískum hermönnum á 5. áratugnum. Þetta er mjög gamaldags nám með bók og maður þarf að fara í gegnum alla málfræðina. Málfræðin er ekki mjög auðveld fyrir enskumælandi fólk,“ segir Louise, á ensku. Heldurðu að það hefði hjálpað að hafa app eins og Duolingo? „Já, tvímælalaust. Ég stunda tungumálanám aðallega á Duolingo,“ segir Louise. Hlaðvörp, fréttir og sjónvarpsþættir Louise lærir málið þó ekki á eina bók, heldur reynir hún að fylgjast með íslenskum fréttum, hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum. Hún segir það valda því að hún sé farin að skilja málið nokkuð vel, bæði ritað og mælt. Hún gerir sitt besta við að reyna að tala málið líka, en finnst það talsvert erfiðara. Louise segist þó geta myndað einfaldar setningar. Þegar blaðamaður spurði hana, á íslensku, hvers vegna hún hefði lagt leið sína til Íslands, stóð ekki á svari á okkar ástkæra ylhýra: „Mig langar að læra íslensku.“ Hatari í uppáhaldi Louise hefur lengi verið mikill aðdáandi Eurovision, en ákvað eftir keppnina árið 2019 að læra tungumál sigurvegara hvers árs og ferðast til sigurlandsins. Hún hefur því bæði lært hollensku og ítölsku frá því hún tók upp nýja áhugamálið. Sigurvegarinn í ár var Úkraína, sem á nú í stríði við Rússland. Louise er þegar byrjuð að læra smá úkraínsku. „Mig langar til að fara einhvern tímann til Úkraínu en núna er auðvitað ekki rétti tíminn. Ég held að ég fari ekki þangað næstu árin, því miður,“ segir Louise, búin að skipta aftur yfir í enskuna. Louise segist mikill aðdáandi framlaga Íslands til Eurovision í gegnum tíðina og var til að mynda afar hrifin af atriði Íslands í ár. Hvað er uppáhalds íslenska Eurovision-lagið þitt? „Hatari með Hatrið mun sigra,“ segir Louise að lokum, á íslensku.
Eurovision Íslenska á tækniöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira