Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2022 22:15 Elísabet drottning virðist mikill húmoristi en hún sagði ferðamönnunum það að lífvörðurinn hennar hafi oft hitt drottninguna. Hún sjálf hafi aldrei hitt hana. Getty/Stefan Wermuth Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“ Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Griffin og Elísabet voru á göngu við eitt sumarhúsa hennar í bresku sveitunum þegar þau mættu tveimur amerískum göngumönnum. Griffin segir í viðtali við fréttastofu Sky að Elísabet hafi alltaf heilsað fólki sem hún mætti á göngu og þarna hafi engin undantekning verið gerð. „Það var augljóst um leið og við stoppuðum að þeir þekktu drottninguna ekki, sem var allt í lagi. Herramaðurinn var að segja drottningunni hvaðan hann væri og hvert þau væru að fara næst og hvar þau hefðu stoppað í Bretlandi. Ég sá að hann var að spyrja hana og viti menn, hann spyr: Hvar býrð þú?“ segir Griffin í viðtalinu. Hann segir að hún hafi svarað því til að hún byggi í Lundúnum en ætti sumarhús bara hinum megin við hæðirnar. Þá hafi ferðamaðurinn spurt hana hvað hún hafi ferðast til svæðisins í mörg ár. „Hún sagði: Ég hef komið hingað frá því að ég var lítil stúlka, svo það eru meira en áttatíu ár. Maður gat séð hann hugsa og maðurinn segir: Fyrst þú hefur komið hingað í áttatíu ár hlýturðu að hafa hitt drottninguna,“ segir Griffin og hlær. On a weekend of Queen anecdotes, this won't be matched. Just lovely. pic.twitter.com/6z0WjUO2wn— Jake Kanter (@Jake_Kanter) June 3, 2022 Hún hafi þá svarað til. „Ég hef ekki hitt hana en Dick hérna hittir hana reglulega. Þá spyr maðurinn mig hvernig drottningin sé eiginlega,“ segir Griffin og bætir við að vegna þess hvað hann hafi starfað lengi með drottningunni hafi hann vitað að hann gæti gínast aðeins í henni. „Hún getur stundum verið dálítið geðstirð en hún er mikill grínisti,“ segist Griffin hafa svarað ferðamanninum. „Það næsta sem gerist er að maðurinn er kominn til mín, búinn að leggja höndina á öxlina á mér og áður en ég vissi af dregur hann fram myndavélina, réttir drottningunni hana og biður hana að taka mynd af okkur tveimur,“ segir Griffin og hlær. „Ég skipti nú við hana, ég tók mynd af honum með drottningunni án þess að segja nokkuð og kvöddum þau. Þá sagði drottningin við mig: Ég vildi vera fluga á vegg þegar þau sýna vinum sínum heima í Ameríku myndirnar og vonandi segir þeim einhver hver ég er.“
Kóngafólk Bretland Grín og gaman Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21 Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26 Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Andrés missir af hátíðarhöldunum vegna kórónuveirunnar Andrés prins mun missa af hátíðarhöldunum í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli móður sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar, þar sem hann hefur greinst með Covid-19. 2. júní 2022 23:21
Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. 2. júní 2022 20:26
Tugir þúsunda fögnuðu drottningu allra drottninga Hún á tvo afmælisdaga, fæðingardaginn og opinberan afmælisdag og hefur setið lengur en nokkur annar í hásæti Bretlands. Elísabet II Bretlandsdrottning er elskuð og dáð í heimalandinu og víða um heim og í dag var því fagnað með miklum hátíðarhöldum að sjötíu ár eru liðin frá því hún varð drottning. 2. júní 2022 19:31
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp