Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2022 15:50 Gunnar Hrafn og Helga Hrafn greinir á um hvað átti sér stað. Samsett/Vísir Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar. Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum. Píratar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í færslunni segir Gunnar að Helgi hafi boðað sig á fund fyrir utan sjoppu í Vesturbænum fyrir prófkjör Pírata til að tilkynna Gunnari að hann mætti ekki fara í prófkjör, þar sem það kæmi sér illa fyrir flokkinn. Helga hafi borist þær fregnir að það ætti að taka Gunnar af lífi í fjölmiðlum fyrir lélega mætingu á nefndar- og þingflokksfundi. Þegar Gunnar skoðaði gögnin sjálfur segir hann að komið hafi í ljós að hann hafi verið í veikindaleyfi eða utan þingflokks í flestum eða öllum tilvikum sem hann mætti ekki. Blaðamaðurinn reyndist mótframbjóðandi Gunnar segir Helga ekki hafa tekið mark á þessum upplýsingum og endurtekið hótanir sínar um að dræm mæting Gunnars yrði rakin af blaðamanni ef hann hætti ekki við framboðið. „Fljótlega kom í ljós að "blaðamaðurinn" sem var að safna þessum gögnum var Björn Leví, mótframbjóðandi minn í prófkjörinu,“ segir Gunnar í færslunni. Hinn meinti fjölmiðill sem Helgi hefði nefnt á fundinum hafi því verið heimasíða Björns þar sem hann skrifaði bloggfærslu um mætingu þingmann. Ennfremur segir Gunnar um aðdragandann að prófkjörinu „Mér er hótað með fjölmiðlaumfjöllun sem reyndist vera ímyndun mótframbjóðanda. Hringt var í fjölda stuðningsmanna minna til að minna á að ég væri geðveikur og mér ekki treystandi.“ Að lokum segir Gunnar að sér finnist gróflega vegið að fólki sem glímir við andleg veikindi í þessu máli, það hafi alltaf verið undirliggjandi að sér væri ekki treyst vegna sjúkrasögu sinnar. Samskiptaleysi innan þingflokks Í ummælum við færslu Gunnars svarar Björn Leví fyrir sig: „Ég veit alveg hversu oft ég mætti í nefnd fyrir þig á þessum tíma af því að þú mættir ekki. Lengi vel vissum við ekki einu sinni að þú værir ekki að mæta af því að þú lést okkur ekkert vita af því. Það var eftir að þú komst inn aftur eftir veikindaleyfi.“ Þá segir Björn um ásakanir Gunnars „Ég hef ekki hugmynd hvort ég sé þessi blaðamaður eða ekki. Býst við ekki, því mæting þingmanna í nefndir er aðgengileg öllum í fundargerðum nefndanna. Ég er bara með forrit sem les það upp sjálfkrafa.“ Björn Leví tekur ekki undir frásögn Gunnars.Vísir/Vilhelm Skammast sín ekki neitt Í samtali blaðamanns við Helga Hrafn vildi hann ekki tjá sig um málið af því hann hefði ekki lesið færslu Gunnars en sagði þó eitt: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt, sem ég sagði eða gerði í þessu máli og myndi gera það sama aftur. Ef ég væri í hans stöðu, þeirri stöðu sem hann var í á þeim tíma, þá vona ég að einhver góður vinur minn myndi gera það sem ég gerði.“ Eftir samtal Helga við blaðamann skrifaði hann ummæli við færslu Gunnars. Þar lýsir Helgi færslunni sem „ótrúlegri túlkun“ og segir að samtalið hafi ekki átt sér stað fyrir prófkjörið heldur eftir það, „þar sem ég lenti í 1. sæti og þú í 5. sæti.“ Hann segir Gunnar kannski hafa ekki verið meðvitaðan um það af því, ólíkt öllum öðrum í þingflokknum, hafi hann ekki verið á staðnum.
Píratar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira