Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2022 22:33 Bjarni Rúnar Ingvarsson er deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Vísir/Ívar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni. Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Í Reykjavík eru fimmtíu stafræn auglýsingaskilti víðs vegar um borgarlandið, þannig að sumum þyki nóg um. Auk þeirra fjörutíu einkareknu skilta sem finna má um borgina eru tíu skilti sem Reykjavíkurborg hefur umráð yfir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og íbúi í Hlíðunum, ræddi við Vísi í gær og sagði að sér hugnaðist ekki að Reykjavík hygðist setja upp auglýsingaskilti við Klambratún. Hann teldi að verið væri að auglýsingavæða almannarými og sagði borgina fara fram hjá skipulagi. Deildarstjóri hjá borginni segir ekki standa til að fjölga skiltunum og ekki sé verið að fara fram hjá hverfisskipulagi. Verið sé að auglýsa deiliskipulagsbreytingu. „Það sem kemur í raun og veru ekki fram er að auglýsingastandar sem hafa verið þarna í kring verða lagðir niður, og þessi eini kemur í staðinn. Síðan í framtíðinni, þegar nýtt leiðanet Strætó tekur gildi í kringum 2025, munu strætóskýlin sem eru hér hverfa af sjónarsviðinu einnig,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg. Samtalið vanti Auglýsingum á svæðinu muni því fækka í komandi framtíð. Borgin hafi orðið vör við gagnrýni fólks á fjölda auglýsinga í almannarými. „Það hefur vantað þetta samtal um auglýsingaskiltin í borgarlandinu, og þá tala ég nú ekki um þessi sem eru jafnvel stærri og eru að reyna að fanga athygli við gatnamót og þess háttar. Þannig að ég tek heilshugar undir þá gagnrýni,“ segir Bjarni Rúnar. Ekki standi til að fjölga auglýsingastöndum í borginni. „Borgarlandið er það sem við höfum helst, okkar helsta gersemi.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3. júní 2022 22:31