Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og hún var með Emelíu Óskarsdóttur á bekknum í dag þegar liðið fékk Örebro í heimsókn. Amanda Andradóttir var ekki með Kristianstad í dag.
Í liði Örebro var Berglind Rós Ágústsdóttir og lék allan leikinn sem lauk með 3-0 sigri Kristianstad en Emelía kom inn af bekknum undir lok leiks.
Kristianstad hefur nú unnið fjóra leiki í röð og hefur raunar ekki tapað leik síðan 1.maí en liðið er í fjórða sæti deildarinnar.
Á sama tíma var Hlín Eiríksdóttir í byrjunarliði Pitea sem vann mikilvægan 3-1 sigur á Umea. Hlín var skipt af velli á 85.mínútu en þá var staðan 2-1.