Handbolti

Bjarki markahæstur í sigri á Flensburg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. vísir/getty

Tveir Íslendingar eru að keppast um markakóngstitilinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hinn hálf-íslenski Hans Lindberg trónir á toppnum.

Bjarki Már Elísson var í góðum gír þegar lið hans, Lemgo, mætti Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Lemgo, 30-25, eftir að Lemgo hafði leitt með einu marki í leikhléi, 14-13.

Bjarki var markahæsti maður vallarins með ellefu mörk úr fimmtán skotum.

Bjarki er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið en sem fyrr segir trónir Hans Lindberg á toppnum en hann gerði líkt og Bjarki ellefu mörk í leik Fuchse Berlin og Minden í dag.

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður meistara Magdeburg, er í öðru sæti markalistans og er tíu mörkum frá Lindberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×