Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti verður kynntur klukkan þrjú í dag þegar oddvitar Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar kynna meirihlutasáttmála. Vinnu við myndun meirihlutans lauk í gær, en oddviti Viðreisnar segir viðræður um embættaskiptingu hafa verið nokkuð púsl.

Við höldum umfjöllun um morðrannsókn áfram en lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá rannsóknardeild lögreglunnar í hádegisfréttum.

Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, verður haldin innan þingflokks Íhaldsflokks hans í dag. Lýsi þingflokkurinn yfir vantrausti á Johnson verður hann settur af sem forsætisráðherra og leiðtogi flokksins.

Þá fjöllum við um húsnæðisuppbyggingu í Bolungarvík og sögulegan leik Íslands og Albaníu þar sem bjór verður í fyrsta sinn seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×