Áhorfendamet slegið í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 6. júní 2022 20:00 Endurkoma Cristiano Ronaldo í Manchester United hefur sennilega laðað einhverja á Old Trafford. AP Photo/Jon Super 73 ára gamalt áhorfendamet var slegið á tímabilinu sem leið á Englandi en aldrei hafa jafn margir mætt á vellina þar í landi. Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Meðal aðsókn á alla 20 leikvellina var 39.989 manns, sem slær fyrra metið frá leiktímabilinu 1948/49 sem stóð í 38.776 manns. Það er breski fjölmiðlamaðurinn Nick Harris sem vekur athygli á þessu á twitter. Premier League games in 2021-22 had an average attendance of 39,989, the highest avg attendance in English top-flight history, beating the previous record of 38,776 from 1948-49.— Nick Harris (@sportingintel) June 4, 2022 Lang mesta mætingin er á Old Trafford en 73.156 manns mæta að meðaltali á þennan heimavöll Manhester United, sem er tæplega 14 þúsundum fleiri en mæta að meðaltali á næst fjölmennasta völlinn, heimavöll Arsenal. 59.811 manns mæta að meðaltali á Emirates völlinn. Heimavöllur West Ham, London Stadium er í þriðja sæti með 58.513 áhorfendur og Tottenham Hotspur Stadium er í fjórða sæti með 56.523 áhorfendur að meðaltali. Liðin í efstu fjórum sætunum eru einu liðin í efstu deild á Englandi með leikvanga sem taka yfir 60.000 manns. Englandsmeistarar Manchester City eru í sjötta sæti með 52.738 áhorfendur að meðaltali, einu sæti á eftir Liverpool. Mætingin á Anfield er 280 manns betri en á Etihad vellinum. 53.008 mæta á Anfield að meðaltali. Chelsea er í 10. sæti en 36.906 manns mæta að meðaltali á heimavöll þeirra, Stamford Bridge. Brentford rekur svo lestina þar sem 16.907 áhorfendur mæta að meðaltali á heimavelli þeirra. Hægt er að skoða samantekt Transfermarkt af áhorfendatölum með því að smella hér. Þetta áhorfendamet verður sennilega ekki slegið á næsta tímabili þar sem að liðin sem falla úr úrvalsdeildinni, Norwich, Watford og Burnley, taka samanlagt 70.750 áhorfendur í sæti. Liðin þrjú sem koma upp í úrvalsdeildina í þeirra stað, Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest, hafa samanlagðan sætafjölda upp á 61.363 á sínum heimavöllum.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira