Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2022 07:00 Motor Zaporozhye gæti fengið að taka þátt í þýski B-deildinni í handbolta. Dmytro Smolyenko/ Ukrinform/Barcroft Media via Getty Images Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri. Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu. Þýski handboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Þýski handboltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira