Cancelo bjargaði einhverfu barni Atli Arason skrifar 8. júní 2022 23:31 Joao Cancelo með Englandsmeistaratitilinn eftir fagnaðarlætin. Getty Images Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira