„Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 20:02 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks Fólksins. Vísir/VIlhelm Þingflokksformaður Flokks fólksins sagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera fulltrúa þeirra sem nóg hafa á milli handanna og vilji helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin lofi heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, betrumbótum í heilbrigðiskerfinu og átaki í húsnæðismálum. „En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Vægast sagt,“ sagði hann. Hann hóf ræðu sína á því að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að ætla einungis að endurgreiða hluta þeirra búsetuskerðinga lífeyristrygginga sem Hæstiréttur staðfesti nýlega að hafi verið ólögmætar. „Ríkisstjórnin ætlar ekki að borga fátækustu öryrkjunum til baka vegna ólögmætra skerðinga. Fólki sem lifði undir fátæktarmörkum síðustu þrettán árin vegna ólögmætra skerðinga. Fólkið sem getur ekki beðið lengur eftir réttlætinu í orðsins fyllstu merkingu,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá sagði hann að almannatryggingakerfið væri gegnumstreymiskerfi þar sem fjármagnið rennur í götóttan vasa aldraðs fólks og öryrkja og þaðan beint aftur í ríkissjóð vegna skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga. Fjöldi barna sem lifir við fátækt sé okkur öllum til háborinnar skammar Því næst kom Guðmundur Ingi inn á stöðuna í heilbrigðiskerfinu hér á landi. Hann velti því fyrir sér hvort svo mikill mannekluvandi væri í heilbrigðiskerfinu, ef heilbrigðisstarfsmenn fengju sanngjörn kjör og eðlilegan vinnutíma. Þá sagði hann biðlistavandann ekki vera nýjan af nálinni. Ríkisstjórnir hafi látið hann viðgangast um árabil ef ekki í áratugi. „Verst af þessu öllu saman er að börnin þurfi að bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann sagði börn aldrei mega bíða eftir aðgerðum eða eftir réttlæti. Það megi ekki fara ofan í pólitískar skotgrafir þegar hagsmunir barna eru undir. „Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til háborinnar skammar. Ég er miður mín yfir því að við sem búum í þessu auðuga og gjöfula landi skulum leyfa okkur að láta þúsundir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sárafátækt,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. „Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ spurði Guðmundur Ingi undir lok ræður sinnar. Ræðu Guðmundar Inga í eldhúsdagsumræðum Alþingis má lesa hér að neðan: Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Ný ríkisstjórn er tekin við, nauðlík þeirri sem fór frá. Að vísu fleiri stólar við langborðið uppi í ráðherrabústað. Þessi ríkisstjórn er fulltrúi þeirra sem hafa nóg á milli handanna og vilja helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks. Líkt og svo oft áður lofar ríkisstjórnin heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, betrumbætum í heilbrigðiskerfinu og átaki í húsnæðismálum. En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Vægast sagt. Fyrir nokkrum vikum staðfesti Hæstiréttur endanlega að þær grimmu búsetuskerðingar sem lengi viðgengust gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga hafi verið ólögmætar. Ríkið braut lög. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ríkið greiða öllum þeim sem voru skertir með ólögmætum hætti að fullu til baka. En… aðeins stendur til að greiða til bakar vegna ólögmætra búsetuskerðinga síðustu fjögur árin en ekki vegna tímabilsins í heild. Já bara fjögur ár, en ekki öll 13 árin. Fáránlegt: Ríkisstjórnin ætlar ekki að borga fátækustu öryrkjunum til baka vegna ólögmætra skerðinga. Fólki sem lifði undir fátæktarmörkum síðustu 13 árin vegna ólögmætra skerðinga. Fólkið sem getur ekki beðið lengur eftir réttlætinu í orðsins fyllstu merkingu. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir skýrum svörum frá ríkisstjórninni um ·hvernig eigi að berjast gegn fátækt, ·hvernig eigi að endurskoða almannatryggingakerfið, ·hvernig eigi að vernda heimilin, ·hvernig eigi að útrýma biðlistum. Að sögn fjármálaráðherra hefur verið sett tugi milljarða í almannatryggingakerfið á undanförnum árum. Af hverju skilaði aukingin sér ekki í vasa fólksins í kerfinu? Það er vegna þess að almannatryggingakerfið er gegnumstreymiskerfi þar sem fjármagnið rennur í götóttan vasa aldraðs fólks og öryrkja og þaðan beint aftur í ríkissjóð vegna skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga. 100.000 kr. úr lífeyrissjóði skila bara 25.000 kr. í götóttan vasa ef viðkomandi er heppinn. Þetta er gróft fjárhagslegt ofbeldi og ekki bara gróf skattheimta og skerðingar heldur hrein og klár eignaupptaka sem beinist að fátæku fólki. Þeir sem græða á tá og fingri á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar borga lítið sem ekkert fyrir afnotin og fá að halda ofurgróðanum. Ekki er tekin króna af þeim í skerðingar eða keðjuverkandi skerðingar af tugmilljarða gróðanum. Myndu þessir aðilar sætta sig við að greiða 75% eða meira af gróða sínum til ríkisins .? Nei, auðvitað ekki. . Skerðingardagurinn mikli hefst 1. júní ár hvert og guð hjálpi þeim sem lenda í því skerðingarkviksyndi. Á þessum degi og mörgum mánuðum eftir hann er lífeyrir þeirra skertur verulega og fólk sekkur dýpra og dýpra ofan í sárafátækt. Þeir sem eru svo hugaðir að þeir voguðu sér út á vinnumarkað verða fyrir svo miklum tekjuskerðingum að það jaðrar við eignarnámi. Þetta þýðir á manna máli að öryrki sem fékk bara 250.000 krónur á mánuði fyrir skerðingardaginn í maí í almannatryggingakerfinu fær bara núna um 200.000 kr. út borgaðar eftir skatt og skerðingar á mánuði í heilt ár. Þegar þessi viðkomandi öryrki er búin að borga hækkun á húsaleigu og öðrum nauðsynlegum reikningum standa bara eftir um 5.000.- krónur á mánuði til að lifa af á. Ömurlegt: Virðulegur forseti. Góðir landsmenn Heilbrigðiskerfið stendur í dag á brauðfótum Mannekla er viðvarandi vandamál og fyrir vikið er meira álag á hverjum og einum starfsmanni. Vaktir eru langar og streitan mikil. Starfsmenn bráðamóttökunnar hafa ítrekað kallað eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við því neyðarástandi sem þar ríkir, en lítið er um svör að fá. Ég velti því fyrir mér hvort það væri svo mikill mannekluvandi í heilbrigðiskerfinu, ef heilbrigðisstarfsmenn fengju sanngjörn kjör og eðlilegan vinnutíma? Biðlistavandinn er ekki nýr af nálinni, en ríkisstjórn hefur látið hann viðgangast ár eftir ár og jafnvel áratugi. Í dag eru um 1.000 börn á biðlista eftir nauðsynlegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Verst af þessu öllu saman er að börnin þurfi að bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið. 10% ungmenna á Íslandi hafa íhugað að gera tilraun til sjálfsvígs. Það segir okkur að það er eitthvað rosalega mikið að í þessu meingallaða kerfi okkar. Börn eiga aldrei að þurfa að bíða eftir aðgerðum eða bíða eftir réttlæti. Það má ekki fara ofan í pólitískar skotgrafir þegar hagsmunir barna eru undir. Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til háborinnar skammar. Ég er miður mín yfir því að við sem búum í þessu auðuga og gjöfula landi skulum leyfa okkur að láta þúsundir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sárafátækt. Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafalvarlegt mál ef einhverjir geta ekki leita sér læknishjálpar vegna fátæktar, eða leyst út lyfin sýn. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka þeirra dugar engan veginn til. Á barnafólki skella hækkanir á matvælum og ýmsum öðrum gjöldum úr öllum áttum, t.d. fasteignagjöldum, bifreiðagjöldum, sóknargjöldum, útvarpsgjöldum, sorpeyðingargjöldum og fleiri gjöldum og sköttum. Þetta eru gjöld sem ekki bara éta upp þann litla ávinning sem boðaður er í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldur valda því að þeir verst stöddu verða að herða fastar sultarólina. Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst og svo allt hitt: Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um hækkun skattleysismarka til að tryggja 350.000 kr. á mánuði skatta- og skerðingarlausar. Við erum með frumvörp og tillögur sem taka á vandanum í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, svo tryggja megi að ekkert barn þurfi að lifa við fátækt eða hvað þá svelta. Þá einnig að börn séu ekki gleymd og grafin á biðlista þangað til það er of seint að gera eitthvað fyrir þau. Því miður hefur ríkisstjórnin komið í veg fyrir að mál okkar nái fram að ganga. Meira að segja frumvarpið um bann við Blóðmerahaldi, sem hlaut metfjölda umsagna og meirihluti þjóðarinnar styður, mál sem snýst um að koma í veg fyrir að níðst sé á einu dýri til að ná í hormón til að níðast á öðru dýri. Þetta er ekkert annað en dýraníð af verstu gerð , verður ekki samþykkt hér á Alþingi vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar. Virðulegur forseti. Góðir landsmenn. Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi? Fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar býr einnig á leigumarkaði við óheyrilega háan leigukostnað með tilheyrandi óöryggi. Það er verið að viðhalda fátæktarvíti fyrir þá sem verst hafa það hér á landi. Þeir verst settu í okkar þjóðfélagi líða nauð á meðan þeir ríku fái meiri og meiri auð — við eigum ekki að sætta okkur við slíkt. Eigið góðar stundir. Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson sagði í ræðu sinni að ríkisstjórnin lofi heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, betrumbótum í heilbrigðiskerfinu og átaki í húsnæðismálum. „En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Vægast sagt,“ sagði hann. Hann hóf ræðu sína á því að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að ætla einungis að endurgreiða hluta þeirra búsetuskerðinga lífeyristrygginga sem Hæstiréttur staðfesti nýlega að hafi verið ólögmætar. „Ríkisstjórnin ætlar ekki að borga fátækustu öryrkjunum til baka vegna ólögmætra skerðinga. Fólki sem lifði undir fátæktarmörkum síðustu þrettán árin vegna ólögmætra skerðinga. Fólkið sem getur ekki beðið lengur eftir réttlætinu í orðsins fyllstu merkingu,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá sagði hann að almannatryggingakerfið væri gegnumstreymiskerfi þar sem fjármagnið rennur í götóttan vasa aldraðs fólks og öryrkja og þaðan beint aftur í ríkissjóð vegna skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga. Fjöldi barna sem lifir við fátækt sé okkur öllum til háborinnar skammar Því næst kom Guðmundur Ingi inn á stöðuna í heilbrigðiskerfinu hér á landi. Hann velti því fyrir sér hvort svo mikill mannekluvandi væri í heilbrigðiskerfinu, ef heilbrigðisstarfsmenn fengju sanngjörn kjör og eðlilegan vinnutíma. Þá sagði hann biðlistavandann ekki vera nýjan af nálinni. Ríkisstjórnir hafi látið hann viðgangast um árabil ef ekki í áratugi. „Verst af þessu öllu saman er að börnin þurfi að bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann sagði börn aldrei mega bíða eftir aðgerðum eða eftir réttlæti. Það megi ekki fara ofan í pólitískar skotgrafir þegar hagsmunir barna eru undir. „Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til háborinnar skammar. Ég er miður mín yfir því að við sem búum í þessu auðuga og gjöfula landi skulum leyfa okkur að láta þúsundir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sárafátækt,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. „Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ spurði Guðmundur Ingi undir lok ræður sinnar. Ræðu Guðmundar Inga í eldhúsdagsumræðum Alþingis má lesa hér að neðan: Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Ný ríkisstjórn er tekin við, nauðlík þeirri sem fór frá. Að vísu fleiri stólar við langborðið uppi í ráðherrabústað. Þessi ríkisstjórn er fulltrúi þeirra sem hafa nóg á milli handanna og vilja helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks. Líkt og svo oft áður lofar ríkisstjórnin heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, betrumbætum í heilbrigðiskerfinu og átaki í húsnæðismálum. En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Vægast sagt. Fyrir nokkrum vikum staðfesti Hæstiréttur endanlega að þær grimmu búsetuskerðingar sem lengi viðgengust gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga hafi verið ólögmætar. Ríkið braut lög. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ríkið greiða öllum þeim sem voru skertir með ólögmætum hætti að fullu til baka. En… aðeins stendur til að greiða til bakar vegna ólögmætra búsetuskerðinga síðustu fjögur árin en ekki vegna tímabilsins í heild. Já bara fjögur ár, en ekki öll 13 árin. Fáránlegt: Ríkisstjórnin ætlar ekki að borga fátækustu öryrkjunum til baka vegna ólögmætra skerðinga. Fólki sem lifði undir fátæktarmörkum síðustu 13 árin vegna ólögmætra skerðinga. Fólkið sem getur ekki beðið lengur eftir réttlætinu í orðsins fyllstu merkingu. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir skýrum svörum frá ríkisstjórninni um ·hvernig eigi að berjast gegn fátækt, ·hvernig eigi að endurskoða almannatryggingakerfið, ·hvernig eigi að vernda heimilin, ·hvernig eigi að útrýma biðlistum. Að sögn fjármálaráðherra hefur verið sett tugi milljarða í almannatryggingakerfið á undanförnum árum. Af hverju skilaði aukingin sér ekki í vasa fólksins í kerfinu? Það er vegna þess að almannatryggingakerfið er gegnumstreymiskerfi þar sem fjármagnið rennur í götóttan vasa aldraðs fólks og öryrkja og þaðan beint aftur í ríkissjóð vegna skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga. 100.000 kr. úr lífeyrissjóði skila bara 25.000 kr. í götóttan vasa ef viðkomandi er heppinn. Þetta er gróft fjárhagslegt ofbeldi og ekki bara gróf skattheimta og skerðingar heldur hrein og klár eignaupptaka sem beinist að fátæku fólki. Þeir sem græða á tá og fingri á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar borga lítið sem ekkert fyrir afnotin og fá að halda ofurgróðanum. Ekki er tekin króna af þeim í skerðingar eða keðjuverkandi skerðingar af tugmilljarða gróðanum. Myndu þessir aðilar sætta sig við að greiða 75% eða meira af gróða sínum til ríkisins .? Nei, auðvitað ekki. . Skerðingardagurinn mikli hefst 1. júní ár hvert og guð hjálpi þeim sem lenda í því skerðingarkviksyndi. Á þessum degi og mörgum mánuðum eftir hann er lífeyrir þeirra skertur verulega og fólk sekkur dýpra og dýpra ofan í sárafátækt. Þeir sem eru svo hugaðir að þeir voguðu sér út á vinnumarkað verða fyrir svo miklum tekjuskerðingum að það jaðrar við eignarnámi. Þetta þýðir á manna máli að öryrki sem fékk bara 250.000 krónur á mánuði fyrir skerðingardaginn í maí í almannatryggingakerfinu fær bara núna um 200.000 kr. út borgaðar eftir skatt og skerðingar á mánuði í heilt ár. Þegar þessi viðkomandi öryrki er búin að borga hækkun á húsaleigu og öðrum nauðsynlegum reikningum standa bara eftir um 5.000.- krónur á mánuði til að lifa af á. Ömurlegt: Virðulegur forseti. Góðir landsmenn Heilbrigðiskerfið stendur í dag á brauðfótum Mannekla er viðvarandi vandamál og fyrir vikið er meira álag á hverjum og einum starfsmanni. Vaktir eru langar og streitan mikil. Starfsmenn bráðamóttökunnar hafa ítrekað kallað eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við því neyðarástandi sem þar ríkir, en lítið er um svör að fá. Ég velti því fyrir mér hvort það væri svo mikill mannekluvandi í heilbrigðiskerfinu, ef heilbrigðisstarfsmenn fengju sanngjörn kjör og eðlilegan vinnutíma? Biðlistavandinn er ekki nýr af nálinni, en ríkisstjórn hefur látið hann viðgangast ár eftir ár og jafnvel áratugi. Í dag eru um 1.000 börn á biðlista eftir nauðsynlegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Verst af þessu öllu saman er að börnin þurfi að bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið. 10% ungmenna á Íslandi hafa íhugað að gera tilraun til sjálfsvígs. Það segir okkur að það er eitthvað rosalega mikið að í þessu meingallaða kerfi okkar. Börn eiga aldrei að þurfa að bíða eftir aðgerðum eða bíða eftir réttlæti. Það má ekki fara ofan í pólitískar skotgrafir þegar hagsmunir barna eru undir. Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til háborinnar skammar. Ég er miður mín yfir því að við sem búum í þessu auðuga og gjöfula landi skulum leyfa okkur að láta þúsundir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sárafátækt. Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafalvarlegt mál ef einhverjir geta ekki leita sér læknishjálpar vegna fátæktar, eða leyst út lyfin sýn. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka þeirra dugar engan veginn til. Á barnafólki skella hækkanir á matvælum og ýmsum öðrum gjöldum úr öllum áttum, t.d. fasteignagjöldum, bifreiðagjöldum, sóknargjöldum, útvarpsgjöldum, sorpeyðingargjöldum og fleiri gjöldum og sköttum. Þetta eru gjöld sem ekki bara éta upp þann litla ávinning sem boðaður er í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldur valda því að þeir verst stöddu verða að herða fastar sultarólina. Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst og svo allt hitt: Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um hækkun skattleysismarka til að tryggja 350.000 kr. á mánuði skatta- og skerðingarlausar. Við erum með frumvörp og tillögur sem taka á vandanum í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, svo tryggja megi að ekkert barn þurfi að lifa við fátækt eða hvað þá svelta. Þá einnig að börn séu ekki gleymd og grafin á biðlista þangað til það er of seint að gera eitthvað fyrir þau. Því miður hefur ríkisstjórnin komið í veg fyrir að mál okkar nái fram að ganga. Meira að segja frumvarpið um bann við Blóðmerahaldi, sem hlaut metfjölda umsagna og meirihluti þjóðarinnar styður, mál sem snýst um að koma í veg fyrir að níðst sé á einu dýri til að ná í hormón til að níðast á öðru dýri. Þetta er ekkert annað en dýraníð af verstu gerð , verður ekki samþykkt hér á Alþingi vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar. Virðulegur forseti. Góðir landsmenn. Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi? Fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar býr einnig á leigumarkaði við óheyrilega háan leigukostnað með tilheyrandi óöryggi. Það er verið að viðhalda fátæktarvíti fyrir þá sem verst hafa það hér á landi. Þeir verst settu í okkar þjóðfélagi líða nauð á meðan þeir ríku fái meiri og meiri auð — við eigum ekki að sætta okkur við slíkt. Eigið góðar stundir.
Virðulegi forseti, góðir landsmenn. Ný ríkisstjórn er tekin við, nauðlík þeirri sem fór frá. Að vísu fleiri stólar við langborðið uppi í ráðherrabústað. Þessi ríkisstjórn er fulltrúi þeirra sem hafa nóg á milli handanna og vilja helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks. Líkt og svo oft áður lofar ríkisstjórnin heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins, betrumbætum í heilbrigðiskerfinu og átaki í húsnæðismálum. En það dugar ekki að lofa öllu fögru. Verkin tala. Vægast sagt. Fyrir nokkrum vikum staðfesti Hæstiréttur endanlega að þær grimmu búsetuskerðingar sem lengi viðgengust gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga hafi verið ólögmætar. Ríkið braut lög. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ríkið greiða öllum þeim sem voru skertir með ólögmætum hætti að fullu til baka. En… aðeins stendur til að greiða til bakar vegna ólögmætra búsetuskerðinga síðustu fjögur árin en ekki vegna tímabilsins í heild. Já bara fjögur ár, en ekki öll 13 árin. Fáránlegt: Ríkisstjórnin ætlar ekki að borga fátækustu öryrkjunum til baka vegna ólögmætra skerðinga. Fólki sem lifði undir fátæktarmörkum síðustu 13 árin vegna ólögmætra skerðinga. Fólkið sem getur ekki beðið lengur eftir réttlætinu í orðsins fyllstu merkingu. Flokkur fólksins hefur ítrekað kallað eftir skýrum svörum frá ríkisstjórninni um ·hvernig eigi að berjast gegn fátækt, ·hvernig eigi að endurskoða almannatryggingakerfið, ·hvernig eigi að vernda heimilin, ·hvernig eigi að útrýma biðlistum. Að sögn fjármálaráðherra hefur verið sett tugi milljarða í almannatryggingakerfið á undanförnum árum. Af hverju skilaði aukingin sér ekki í vasa fólksins í kerfinu? Það er vegna þess að almannatryggingakerfið er gegnumstreymiskerfi þar sem fjármagnið rennur í götóttan vasa aldraðs fólks og öryrkja og þaðan beint aftur í ríkissjóð vegna skatta, skerðinga og keðjuverkandi skerðinga. 100.000 kr. úr lífeyrissjóði skila bara 25.000 kr. í götóttan vasa ef viðkomandi er heppinn. Þetta er gróft fjárhagslegt ofbeldi og ekki bara gróf skattheimta og skerðingar heldur hrein og klár eignaupptaka sem beinist að fátæku fólki. Þeir sem græða á tá og fingri á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar borga lítið sem ekkert fyrir afnotin og fá að halda ofurgróðanum. Ekki er tekin króna af þeim í skerðingar eða keðjuverkandi skerðingar af tugmilljarða gróðanum. Myndu þessir aðilar sætta sig við að greiða 75% eða meira af gróða sínum til ríkisins .? Nei, auðvitað ekki. . Skerðingardagurinn mikli hefst 1. júní ár hvert og guð hjálpi þeim sem lenda í því skerðingarkviksyndi. Á þessum degi og mörgum mánuðum eftir hann er lífeyrir þeirra skertur verulega og fólk sekkur dýpra og dýpra ofan í sárafátækt. Þeir sem eru svo hugaðir að þeir voguðu sér út á vinnumarkað verða fyrir svo miklum tekjuskerðingum að það jaðrar við eignarnámi. Þetta þýðir á manna máli að öryrki sem fékk bara 250.000 krónur á mánuði fyrir skerðingardaginn í maí í almannatryggingakerfinu fær bara núna um 200.000 kr. út borgaðar eftir skatt og skerðingar á mánuði í heilt ár. Þegar þessi viðkomandi öryrki er búin að borga hækkun á húsaleigu og öðrum nauðsynlegum reikningum standa bara eftir um 5.000.- krónur á mánuði til að lifa af á. Ömurlegt: Virðulegur forseti. Góðir landsmenn Heilbrigðiskerfið stendur í dag á brauðfótum Mannekla er viðvarandi vandamál og fyrir vikið er meira álag á hverjum og einum starfsmanni. Vaktir eru langar og streitan mikil. Starfsmenn bráðamóttökunnar hafa ítrekað kallað eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við því neyðarástandi sem þar ríkir, en lítið er um svör að fá. Ég velti því fyrir mér hvort það væri svo mikill mannekluvandi í heilbrigðiskerfinu, ef heilbrigðisstarfsmenn fengju sanngjörn kjör og eðlilegan vinnutíma? Biðlistavandinn er ekki nýr af nálinni, en ríkisstjórn hefur látið hann viðgangast ár eftir ár og jafnvel áratugi. Í dag eru um 1.000 börn á biðlista eftir nauðsynlegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Verst af þessu öllu saman er að börnin þurfi að bíða eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Eitt barn á bið er einu barni of mikið. 10% ungmenna á Íslandi hafa íhugað að gera tilraun til sjálfsvígs. Það segir okkur að það er eitthvað rosalega mikið að í þessu meingallaða kerfi okkar. Börn eiga aldrei að þurfa að bíða eftir aðgerðum eða bíða eftir réttlæti. Það má ekki fara ofan í pólitískar skotgrafir þegar hagsmunir barna eru undir. Allt of mörg börn búa við fátækt á Íslandi í dag og það er okkur öllum hér inni til háborinnar skammar. Ég er miður mín yfir því að við sem búum í þessu auðuga og gjöfula landi skulum leyfa okkur að láta þúsundir barna lifa í fátækt og því miður einnig í sárafátækt. Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafalvarlegt mál ef einhverjir geta ekki leita sér læknishjálpar vegna fátæktar, eða leyst út lyfin sýn. Hækkun barnabóta og hækkun skerðingarmarka þeirra dugar engan veginn til. Á barnafólki skella hækkanir á matvælum og ýmsum öðrum gjöldum úr öllum áttum, t.d. fasteignagjöldum, bifreiðagjöldum, sóknargjöldum, útvarpsgjöldum, sorpeyðingargjöldum og fleiri gjöldum og sköttum. Þetta eru gjöld sem ekki bara éta upp þann litla ávinning sem boðaður er í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldur valda því að þeir verst stöddu verða að herða fastar sultarólina. Flokkur fólksins segir: Fólkið fyrst og svo allt hitt: Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um hækkun skattleysismarka til að tryggja 350.000 kr. á mánuði skatta- og skerðingarlausar. Við erum með frumvörp og tillögur sem taka á vandanum í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, svo tryggja megi að ekkert barn þurfi að lifa við fátækt eða hvað þá svelta. Þá einnig að börn séu ekki gleymd og grafin á biðlista þangað til það er of seint að gera eitthvað fyrir þau. Því miður hefur ríkisstjórnin komið í veg fyrir að mál okkar nái fram að ganga. Meira að segja frumvarpið um bann við Blóðmerahaldi, sem hlaut metfjölda umsagna og meirihluti þjóðarinnar styður, mál sem snýst um að koma í veg fyrir að níðst sé á einu dýri til að ná í hormón til að níðast á öðru dýri. Þetta er ekkert annað en dýraníð af verstu gerð , verður ekki samþykkt hér á Alþingi vegna andstöðu ríkisstjórnarinnar. Virðulegur forseti. Góðir landsmenn. Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi? Fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar býr einnig á leigumarkaði við óheyrilega háan leigukostnað með tilheyrandi óöryggi. Það er verið að viðhalda fátæktarvíti fyrir þá sem verst hafa það hér á landi. Þeir verst settu í okkar þjóðfélagi líða nauð á meðan þeir ríku fái meiri og meiri auð — við eigum ekki að sætta okkur við slíkt. Eigið góðar stundir.
Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels