Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 20:31 Auður Haralds hafði vart undan að árita nýjust bók sína Hvað er Drottinn að drolla fyrir utan Melabúðina í dag. Stöð 2/Arnar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira