Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 20:31 Auður Haralds hafði vart undan að árita nýjust bók sína Hvað er Drottinn að drolla fyrir utan Melabúðina í dag. Stöð 2/Arnar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag. Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Þegar Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds kom út árið 1979 varð hún metsölubók á augabragði og vakti miklar umræður í þjóðfélaginu. Í dag, rúmlega fjörutíu árum síðar, sat höfundurinn fyrir utan Melabúðina, hverju sætir? „Við fundum svona bók og okkur datt í huga að gefa hana út,“ segir Auður á milli þess sem hún selur og áritar nýju bókina. En þú skrifaðir hana er það ekki? „Jú, en það er ægilega langt síðan. Tuttugu, kannski tuttugu og fimm ár,“ segir Auður. Bókin var birt á sínum tíma sem einhvers konar framhaldssaga á netinu fyrir tilstuðlan Hrafns Jökulssonar en hefur ekki birst á prenti fyrr en nú. Þótt Auður hafi gefið út tólf bækur hefur ekki komið stór skáldsaga frá henni frá því Ung, feig, há og ljóshærð kom út árið 1987. Auður veltir meðal annars fyrir sér í bókinni hvers vegna ekkert gerist þegar fólk liggur á bæn. Það haldi bara áfram að steindrepast.Stöð 2/Arnar Þegar Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari vinkona Auðar fór að spyrjast fyrir um söguna sem birtist á netinu varð Auður að viðurkenna að hún vissi ekkert um hvernig mætti nálgast hana. Nú þakkar hún Hrafni fyrir að hafa grafið handritið upp aftur á Netinu. „Og ég las hana og var alveg undrandi. Fannst þetta verulega góð bók. Ég kannaðist hins vegar ekkert við hana. Búin að gleyma öllu sem stóð í henni,“ segir höfundurinn. Og Auður var ekki ein um að finnast bókin góð sem Forlagið hefur nú gefið út undir titlinum "Hvað er Drottinn að drolla." „Hvernig stendur á því að Drottinn kemur ekki og reddar hlutunum þegar fólk er liggjandi á bæn, trúir þessu alveg. Svo gerist bara ekkert. Það heldur bara áfram að steindrepast. Það er það sem við höfum hér,“ segir Auður. Þannig að þetta eru vonbrigðin með að vera ekki bænheyrður? „Bara þessi setning. Nei þetta eru skammir, þetta eru skammir í rauninni,“ segir Auður stríðin en bækur hennar einkennast oft af hárfínni og meinfyndinni hæðni og samfélagsrýni. Undirtitill Hvunndags hetjunnar á sínum tíma var "þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn." Bókin var í raun mikil og bráðfyndin ádeila á stöðu kvenna og karlaveldið en langt á undan Me Too byltingunni og kannski einn af undanförum hennar. „Ég veit það ekki, hef ekki pælt í því. Mér finnst bara undarlegt hvað þessi Me Too bylting er seint á ferðinni. Mér finnst að hún hefði átt að koma miklu, miklu, miklu fyrr,“ sagði Auður Haralds fyrir utan Melabúðina í dag þar sem árituð eintök af „Hvað er Drottinn að drolla“ runnu út eins og heitar lummur.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira