Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 19:39 Bjarna Jónsyni, þingmanni Vinstri grænna, líst ekkert á að Héraðsvötn verði færð úr verndunarflokki. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. „Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
„Ég myndi aldrei styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndunarflokki. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Bjarni Jónsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, í samtali við Vísi. Hann segir verndun jökulánna í Skagafirði hafa verið eitt helsta baráttumál í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði, sem hann sinnti um árabil áður en hann var kosinn á Alþingi. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar um að samþykkja að færa Héraðsvötn í biðflokk stinga í stúf í ljósi ótvíræðs verndargildis jökulsánna og þeirrar aðferðafræði sem beitt er við mat á verndargildi. Niðurstaða nefndarinnar endurspegli ekki þá faglegu niðurstöðu sem komist hefur verið að um verndargildi ánna. Þá segir Bjarni að ekki megi gleyma mikilvægi náttúruverndar og verndun vistkerfa í umræðunni um orkuskipti. Hrein orka og verndun vistkerfa verði að fara saman. Hann segir ýmislegt í áliti nefndarinnar benda til að náttúrvernd eigi í vök að verjast. Okkur beri skylda til að vernda náttúruna, bæði fyrir komandi kynslóðir og náttúruna sjálfa. Álitið má lesa hér. Fyrrverandi flokksbróðir slær á sama streng Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, slær á sama streng og Bjarni í innsendri grein hér á Vísi sem hann birti í dag. Hann segir þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur lagt til á rammaáætlun, og umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í dag, hafi ekki verið byggðar á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Í greinni nefnir Andrés þrjár ákvarðanir meirihluta nefndarinnar, sem hann telur verstar. Þar á meðal er ákvörðunin um að færa Héraðsvötn í biðflokk. „Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna,“ segir Andrés. Hann segir meirihlutann standa rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni.
Umhverfismál Skagafjörður Alþingi Vatnsaflsvirkjanir Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira