Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2022 12:39 Emmanuel Macron og Brigitte Macron á kjörstað í morgun. AP/Ludovic Marin Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira