Ferrari bílarnir féllu báðir úr leik og heimsmeistarinn kom fyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 12:44 Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Perez komu fyrstir í mark. Peter Fox/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem haldinn var í Bakú í dag. Næstur kom liðsfélagi hans, Sergio Perez, en bæði Charles Leclerc og Carlos Sainz á Ferrari þurftu að draga sig úr keppni. Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira