Ferrari bílarnir féllu báðir úr leik og heimsmeistarinn kom fyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 12:44 Liðsfélagarnir Max Verstappen og Sergio Perez komu fyrstir í mark. Peter Fox/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem haldinn var í Bakú í dag. Næstur kom liðsfélagi hans, Sergio Perez, en bæði Charles Leclerc og Carlos Sainz á Ferrari þurftu að draga sig úr keppni. Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig. Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það var þó Leclerc sem hóf keppni á ráspól. Strax í ræsingunni missti hann Perez fram úr sér og eftir að hafa farið inn á þjónustusvæði voru báðir Red Bull bílarnir komnir fram úr honum. Strax á níunda hring byrjuðu vandræðin fyrir Ferrari-liðið, en þá varð bilun í bremsubúnaði Carlos Sainz og hann þurfti því að draga sig úr keppni. Aðeins ellefu hringjum síðar bættist grátt ofan á svart þegar vélarbilun varð í bíl Charles Leclerc og báðir Ferrari bílarnir því úr leik eftir aðeins tuttugu hringi. LAP 20/51Plumes of smoke coming out of Leclerc's car Looks like his engine has blown. He's out! 😖#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/Ub4ihbtV0m— Formula 1 (@F1) June 12, 2022 Það sem eftir var gátu liðsmenn Red Bull því keyrt nokkuð örugglega og klárað hringina sem eftir voru. Max Verstappen sigraði að lokum keppnina og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kom annar í mark. Liðsfélagarnir á Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell, komu þar á eftir. Eftir keppni dagsins er Max Verstappen efstur í heimsmeistarakeppni ökumanna með 150 stig og næstur kemur Perez með 129. Charles Leclerc kemur svo þriðji með 110 stig.
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira